ryksugur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
milli
Posts: 24
Joined: 17 Nov 2009, 13:36
Location: saðárkróki í skagafirði

ryksugur

Post by milli »

hvað getur maður gefið þeim að borða
einhverjar pillur eða eithvað svoleiðis
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Það eru til sökkvandi botntöflur í flestum dýrabúðum fyrir botnfiska. Það er líka hægt að gefa þeim grænmeti og rækjur. Það getur reyndar mengað vatnið ef maður gefur of mikið. Eitt sniðugt sem ég geri stundum, er að skera örþunna sneið af kartöflu. Láta hana liggja í mjög heitu vatni í 10 - 15 mín. Svo set ég hana í búrið, og það mengar vatnið ákaflega lítið og ancistrunum finnst þetta hið mesta góðgæti.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: ryksugur

Post by Jakob »

milli wrote:hvað getur maður gefið þeim að borða
einhverjar pillur eða eithvað svoleiðis
Já, íbúfen virkar vel, en þeim finnst paracetamol frábært :lol:

svona í alvörunni; bara eitthvað fiskafóður sem sekkur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég á lítið tetra botntöflubox sem þú getur fengið, en það vantar lokið :/
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: ryksugur

Post by Elma »

milli wrote:hvað getur maður gefið þeim að borða
einhverjar pillur eða eithvað svoleiðis
það þarf voða lítið að pæla í hvað á að gefa ancistrum, þær borða óétinn mat sem fellur á botninn og þörung. En það er allt í lagi að gefa þeim botntöflur, 1-2 í viku, eða gúrkusneið. Þessir fiskar þurfa ekki mikið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply