Ég er núna með tvö tríó í búrinu, annarsvegar flotta rauða sverðdraga og hinsvegar gúbbý.
1 kk á móti 2 kvk í báðum tilvikum.
Nokkrar lélegar myndir:

Gúbbý kall

Gúbbý kellingar

Sverðdraga kelling, þessi er nokkuð stærri en hinir



Sverðdragakall og Gúbbýkall með Gúbbýkellu á milli sín

Stóra sverðdragakellan að skoða walking catfish
Hitastigið í búrinu er ca 25-26°
Er með tvo hraunmola og tvö rör í búrinu, Walking catfish notar annað þeirra.
Svo er ég með þrjár litlar cabombur sem virðast dafna vel og javamosa.
Búrið er miklu líflegra núna því walking catfish liggur í felum á daginn. Svo verð ég bara að passa að taka hann úr búrinu þegar hann er orðinn nógu stór til að éta gotfiskana.
Ég bíð bara spenntur eftir seiðum
