Jæja hér ætla ég að halda úti þráð um búrin mín, setja inn myndir og upplýsingar.
Þannig get ég bæði haldið yfirlit yfir búrin og leyft ykkur, fiskaspjallverjum, að fylgjast með.
Ég var einmitt að taka búrin mín í gegn núna í byrjun desember.
Fyrsta og aðalbúrið er rúmlega 100L heimasmíðað búr sem pabbi smíðaði fyrir mörgum árum.
Fiskarnir í því eru:
15+ Guppy karlar
20+ Guppy kerlingar
1 Skalli
2 Ancistrur
Plönturnar:
7-8 Valisnerur
1 Brúskplanta
3 Aðrar plöntur (vitið þið hvers konar?)
Það lýtur svona út núna:
Flottasti Guppy karlinn (sem ég fékk hjá Junior hérna á spjallinu)
Skallinn góði sem ég er líka með í pössun frá Junior
Melur - Búrin mín
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ekki í búrinu sjálfu, nei. Ef ég vil fá seiði þá tek ég þá guppy kerlingu sem er seiðafull og læt hana í gotbúrið sem ég á.
Ef gotbúrið er síðan seiðafull þá sér maður skallann reyna að borða þau í gegnum plastvegginn með miklum æsing.
Annars þá á ég seiði undan rauða guppy karlinum á mynd 2 og er með þau í sér búri, ég læt mynd af því fljótlega.
Ég er alltaf að grúska í lit- og erfðatilraunum á guppy fiskunum.
Ef gotbúrið er síðan seiðafull þá sér maður skallann reyna að borða þau í gegnum plastvegginn með miklum æsing.
Annars þá á ég seiði undan rauða guppy karlinum á mynd 2 og er með þau í sér búri, ég læt mynd af því fljótlega.
Ég er alltaf að grúska í lit- og erfðatilraunum á guppy fiskunum.