Búrstærð fyrir Brichardi

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Búrstærð fyrir Brichardi

Post by Karen »

Þá er ég orðin frekar veik fyrir brikkum, og þá spyr ég, hver er lágmarks búrstærð fyrir eitt-tvö pör?

Er eitthvað sem ég þarf að vita áður en ég pæli meira í þessu?
Þarf ekki að hafa hella og þess háttar, hvernig gróður gengur með þeim, einhver sérstakur búnaður sem ég þarf?

Allar uppl. vel þegnar :wink:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Búrstærð fyrir Brichardi

Post by Elma »

Karen wrote:Þá er ég orðin frekar veik fyrir brikkum, og þá spyr ég, hver er lágmarks búrstærð fyrir eitt-tvö pör?

Er eitthvað sem ég þarf að vita áður en ég pæli meira í þessu?
Þarf ekki að hafa hella og þess háttar, hvernig gróður gengur með þeim, einhver sérstakur búnaður sem ég þarf?

Allar uppl. vel þegnar :wink:
ég er með mína í 130L búri, það er í minnsta lagi. Gengur ekki að hafa nema eitt par í búri.

Jú það eiga að vera hellar fyrir þá og helst fínn sandur, því þeim þykir gaman að grafa.

Gætir haft Anubias eða eitthvað álíka.

Þarft engan sérstakan búnað, bara hreinsidælu og hitara.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Re: Búrstærð fyrir Brichardi

Post by Karen »

Lindared wrote:
Karen wrote:Þá er ég orðin frekar veik fyrir brikkum, og þá spyr ég, hver er lágmarks búrstærð fyrir eitt-tvö pör?

Er eitthvað sem ég þarf að vita áður en ég pæli meira í þessu?
Þarf ekki að hafa hella og þess háttar, hvernig gróður gengur með þeim, einhver sérstakur búnaður sem ég þarf?

Allar uppl. vel þegnar :wink:
ég er með mína í 130L búri, það er í minnsta lagi. Gengur ekki að hafa nema eitt par í búri.

Jú það eiga að vera hellar fyrir þá og helst fínn sandur, því þeim þykir gaman að grafa.

Gætir haft Anubias eða eitthvað álíka.

Þarft engan sérstakan búnað, bara hreinsidælu og hitara.
Ok takk fyrir þetta, en væri ekki í lagi að hafa búrið í kringum 100 lítrana?
Það er rosalega takmarkað pláss hérna hjá mér :(
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég er með 4 stk í 75 ltr gengur fínt
það er misjafnt hvort þeir parist tveir eða hvort fleiri fá að verra með en þeir sem eru ekki í hópnum verða fyrir einelti
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, takk fyrir, ætla að skoða þetta :wink:
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok, nú er ég pínu ringluð, Guðmundur, þú segir að þú sért með fjögur stk. í 75L búri, og ég hef verið að lesa um lágmarks búrstærð á netinu, og þar segir t.d. að 15 gallon (ca. 56L) ætti að sleppa, væri það hugsanlegt fyrir eitt par og kannski eina-tvær ancistrur og ekkert meira?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

mínir 4 eru ein fjölskylda sem sagt allir vinir
ég gæti alveg sett slatta af fleiri fiskum í búrið ef þeir mundu synda ofanlega og ekki vera of litlir

( það getur líka vel verið að það sé ancistra í búrinu )

þetta snýst bara um smá skynsemi í uppröðun á innréttingu í búrið
og þá er hægt að setja miklu fleiri fiska saman þótt internetið segi annað
plús það að þar éta menn eftir hverjum öðrum þótt enginn hafi vit á því sem þeir segja

en þá kemur á móti , margir fiskar meira álag á vatnsgæði
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er nefnilega að spá bara í einu pari af brikkum, gæti svosem sleppt ancistrum og haft þetta bara tvo brikka ef það er betra, en mig vantar bara að vita hvort þetta væri nóg, að vera bara með 54-60L búr?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

60 l er væntanlega alveg nóg þó stærra sé örugglega betra.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er bara að pæla í 60L sem byrjun, þegar ég hef meira pláss, þá myndi ég stækka við mig. :-)

Allavega, ég þakka kærlega fyrir góð svör! :D
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þetta gengur ef þeir eru par eða vinir brikkar alast upp í hópum og passa hvern annan en ef þú færð fiska úr tveim hópum er ekki þar með sagt að þeir verði góðir saman
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Gott að vita það, þá fer eg extra varlega í að velja eintök, takk Guðmundur! :-)
Post Reply