Sælir sérfræðingar.
Ég byrjaði á að kaupa 6 lítra kúlu og 2 gullfiska en sá strax að mér og keypti 54 lítra búr sem nú hýsir 4 gullfiska, fremur litla.
2 spurningar:
1. Er hægt að vera með einhverskonar aðra fiska með gullfiskum, t.d. ryksugu og 2. hve marga fiska er hægt að hafa í 54 lítrum.
Þú getur verið með flestar ryksugu tegundir með gullfiskunum, og ég mæli með að hafa gullfiskana allveg sér ekki blanda neinum öðrum tegundum með fyrir utan ryksugur.
Ástæðan fyrir því að fólk blandar yfirleitt ekki gullfiskum með öðrum fiskum en ryksugum er að gullfiskar kjósa lægra hitastig en aðrir fiskar, ryksugurnar þola lágt hitastig vel.
Hvað með fjölda gullfiska pr. lítra? Er einhver með ráðleggingar um slíkt.
Jóhanna
Síkliðan wrote:Ástæðan fyrir því að fólk blandar yfirleitt ekki gullfiskum með öðrum fiskum en ryksugum er að gullfiskar kjósa lægra hitastig en aðrir fiskar, ryksugurnar þola lágt hitastig vel.
Sammála Jakobi, ef þú setur flr þarftu að fara skipta þeim út þegar þeir stækka og skipta oftar um vatn og meira vesen, gullfiskar eru líka miklu skemmtilegri og meiri karakterar ef þeir eru fáir
Arnarl wrote:Sammála Jakobi, ef þú setur flr þarftu að fara skipta þeim út þegar þeir stækka og skipta oftar um vatn og meira vesen, gullfiskar eru líka miklu skemmtilegri og meiri karakterar ef þeir eru fáir
Já mér datt í hug að þetta væri cirka hæfilegur fjöldi. Hvað segið þið? Á ég að fá mér ryksugu eða hefur það kannski engan tilgang?
Arnarl wrote:Sammála Jakobi, ef þú setur flr þarftu að fara skipta þeim út þegar þeir stækka og skipta oftar um vatn og meira vesen, gullfiskar eru líka miklu skemmtilegri og meiri karakterar ef þeir eru fáir
Já mér datt í hug að þetta væri cirka hæfilegur fjöldi. Hvað segið þið? Á ég að fá mér ryksugu eða hefur það kannski engan tilgang?
Kv. Jóhanna
P.s. Mig langar að sjá gullfiskana stækka. Þess vegna vil ég ekki ofhlaða búrið....
Jóhanna
Gullfiskar geta vel lifað í sátt og samlyndi við ýmsa fiska í ca 25° en búrið bíður ekki upp á mikið meira af fiskum.
Nokkrir Hvítfjallabarbar og 1-2 brúsknefir væri td hóflegt.