Monstertankur 4000 lítrar plús og stækkun á Spotted gar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Monstertankur 4000 lítrar plús og stækkun á Spotted gar

Post by Arnarl »

Þannig er mál með vexti að mig langar að fá mér "ílát" undir flotta monster fiska, það er hesthús á lóðinni hjá afa sem hann er ekki að nota og er autt, sama stað og tjörninn er, mig langar að setja þar upp einhverja dollu sem er um 4000 lítar plús, bara eins stórt og ég get komið fyrir á sem minnstann kostnað,

og þar sem kör eru bara gerð mest 1000 lítrar hver er besta lausnin? smíða grind og setja tjarnar dúk í? þar sem það verða engar dælur og ekki neitt fer allur peningurinn í smá pípulagningu og í búrið. Allar hugmyndir sama hversu "out there" þær eru, eru vel þegnar :D

Svo með Garinn minn hann er búinn að stækka lítið sem ekkert seinustu 2-3 mánuði, hann fær rækjur svona 3-4 í viku á ég að gefa honum fjölbreyttara fæði og oftar eða hvaðer til bragð að taka?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvað er hann stór?
Fjölbreittara fæði, rækjur, blóðormar, ýsa, hjörtu, og próteinríkt fiskafóður, ekki gefa lifandi, það er bara ávísun á það að fiskurinn verður matvandur. Ég myndi líka gefa svona 1 á dag.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

myndi skjóta á 25-30 cm
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þá er frekar eðlilegt að það sé að hægjast á vextinum, en gefa svona 1 á dag.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

4000 lítrar eru lítið mál svosem. Ætli það sé ekki ódýrast að gera ramma úr við og klæða að innan með krossvið. Svo dúk ofan á það. Það kemur þó líklega til með að kosta slatta bara efnið, gæti vel ímyndað mér svona 100-200k easy.

Ætlarðu ekki að hafa neinar dælur? Af hverju? Ég myndi halda að þú verðir að gera það, getur smíðað sump mjög ódýrt fyrst þú ert að þessu og smellt einni 10.000 lítra dælu eða svo í hann, bara uppá hreyfingu og hringrás í "búrinu"
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

uppá hreyfingu ætlaði ég bara að nota sírennsli og straumdælur, kannski maður farið einhvað miklu miklu stærra, grafi bara aðra tjörn :oops:
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ekki ertu að segja mér keli að efnið í grind og krossviður er 100-200þ kr. Allavega hafði ég ekki hugmynd að efnið væri svona dýrt. :shock:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Timbur í dag er ekkert smá dýrt og krossviður er mjöög dýr
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm ég myndi halda að 100-200k væri frekar vel sloppið. Dúkurinn er heldur ekki gefins.

Sírennsli myndi ekki gefa þér neina hreyfingu á vatnið af viti. Ég held að það væri mjög sterkur leikur að gera einfalt dælukerfi uppá að taka drullu úr vatninu, halda súrefni í því osfrv, óháð því hvort þú sért með sírennsli eða hvað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Það er rétt hjá þér, ég á eina 7000 lítra dælu og kar sem er ekki í notkun, þetta verður vonandi af veruleika bráðum, markmiðið er að ná þessu upp fyrir sumarið :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú ert með gigantic tjörn með KOI og kattfiskum, 530L búr með gar, sjávarbúr (am i right). Helvíti stenduru þig vel í þessu hobbíi. :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply