1 bumblebeerækjan er ólétt hjá mér. Ég var með fullt af sverðdragaseiðum í búrinu ásamt einum gúbbí-endler mix en ég færði þá í gær út af rækjueggjunum.
Núna var ég að kíkja í búrið og þá sé ég að það er eins og það séu komnir köngulóarvefir um allt búrið og bumblebee-karlinn er dauður á botninum og er orðinn rauður og hvítur (WTF???).

Kerlurnar enn í fullu fjöri ásamt amanorækjunni.
Það er hvorki dæla né hitari í búrinu og vatnsskipti eru svona og svona.
punt er javamosi og sinugrein.
Hvaða vefir eru þetta, af hverju er karlinn dauður og af hverju breytti hann um lit??