Page 1 of 1

TS. Senegal með búri

Posted: 14 Dec 2009, 17:53
by Sóla
Hann Bubbi minn er til sölu vegna tímaleysis. Hann er 4 ára handmataður Senegal.
Hann er búinn að vera frekar erfiður seinustu mánuði vegna þess að við höfum ekki haft tíma fyrir hann og hefur eitthvað verið talað um að hann sé líklegast á 'seinna gelgjuskeiði'.

Hann er rosalega skemmtilegur þegar honum er gefinn tími og þjálfun, svo ég læt hann ekki til hvers sem er.
Þetta er fugl sem þarf reyndan eiganda með nægan tíma og þolinmæði.
Vill taka það fram að honum líkar oftast betur við karlmenn en konur.

Hann kann að hlæja (sérstaklega þegar einhver meiðir sig) og gerir 'hóst' hljóð ef einhver hóstar í kring um hann. Einnig kann hann 'úlfaflaut' og gefur frá sér allskonar skemmtileg hljóð þegar það er gaman hjá honum.

Hann á það til að baða sig í vatnsdallinum sínum og finnst ágætt að koma stundum með manni í sturtu eða fá að sitja á öxl eða klósetti/skáp/einhverju slíku þegar maður er í baði.


Það fylgir með honum búr og allir dallar sem hann þarf. Einnig fylgir heimatilbúinn standur með grein ef áhugi er fyrir hendi.




Allar frekari upplýsingar eru í 6169094, skilaboðum eða sola1501@hotmail.com

Image

Image