Mig langar samt að segja þér að það er mjög oft sem að hvítir kettir er annað hvort blindir eða heyrnalausir..það er víst voðalega sjaldgæft að fynna heilbryðan hvítann kött..
en ég var inná dyrahjalp.is áðan og sá fullt af littlum kettlingum sem að vanta heimilli.
Blindni fylgir ekki litnum þó að heyrnaleysi geti gert það.
Í hreinræktuðum köttum er markvist verið að rækta heyrnaleysi út
og er gott úrval í Evrópu af al hvítum köttum sem heyra jafnvel og aðrir kettir
Hinsvegar eru sumir hvítir kettir albinóar (ekki allir), albinóar skortir melanin
sem veldur því að augun þeirra vantar svarta himnu yfir sjáöldrin til að verja
þau fyrir birtu, þeir sjá ekki endilega verr en þola mjög skæra birtu verr en aðrir
t.d. flass af myndavélum. (Lýsingar frá mennskum albinóum).
En eins og MargretErla segir þá er ansi hætt við að lenda í þessu með
Íslenska köttinn þar sem það hefur ekki verið markvist ræktað úr.