
Þannig standa málin hjá mér núna að ég var að prófa tunnudæluna. án þess að vera með svampana reyndar. ætlaði bara rétt á gá hvort hún virkaði.
Ég semsagt prófaði að fylla hana af vatni og saug svo þrýsting í "in" slönguna og setti hana svo á stútinn. Allt gekk þetta vel og setti ég hana svo í gang. Afskaplega hljóðleg og vonandi góð dæla og enginn leki að mér sjáanlegu.... í fyrstu.
Svo tók ég eftir því að það lak smávegis útum gatið þar sem RAFMAGNSSTNÚRAN kemur útur dælunni. hvergi annars staðar. Ég slökkti þá strax á henni og allt í biðstöðu núna.
Fann hvergi í "leitinni" þar sem talað er um leka útur rafmagnssnúrugatinu, langaði að spurja ykkur hvort þið vitið hvað það eigi að þýða?
Er það þessi o-hringur, eða eitthvað alvarlegra??
kveðjur
EymarE