Dísa er Labrador, 18 vikna gömul, fengum hana 8 vikna... búin að stækka svakalega en það er nóg eftir

þegar við fengum hana:


aðeins nýrri:



sést hérna hvað hún hefur stækkað á 2 mánuðum:

öllum finnst "sín" tegund bestBambusrækjan wrote:Sætur hundur. Labbar eru fínir , en sheffer eru bara lang bestirAgnes Helga wrote:Svaka svkísa, labbar eru bara bestir
Afleit kaup...Andri Pogo wrote:80.000kr, ættbókarlaus
Þetta er nú bara ca verðið á Labrador án ættbókar, með ættbók er það í kringum 200þ. Það er alltaf eitthvað um að labrador séu seldir án ættbókar en það er samt ekkert gefins enda mikil eftirspurn.MaggaN wrote:Afleit kaup...Andri Pogo wrote:80.000kr, ættbókarlaus
Ég hef ekki mikið vit á fiskum en ég veit ýmislegt um hunda. Þegar "hreinræktaðir" hvolpar eru ekki með ættbók er yfirleitt einhver maðkur í mysunni. Sennilega eru foreldrarnir ekki mjaðmamyndaðir eða ekki alveg hreinræktaðir, sennilega bæði.
Passaðu vel að hún verði ekki of feit (mér sýnist hún vera í fínum holdum á nýjustu myndunum) því það eykur álagið á liðina og er talið geta ýtt undir mjaðmalos, þó það sé fyrst og fremst arfgengt ástand. Mjaðmalos er afar kvalafullt ef það er mikið. Vonandi verður hvolpurinn þinn heilbrigður og langlífur. Gangi þér vel.
Þessi orð koma frá móður minni, fyrrverandi starfsmanns Hundaræktenda félags Íslands og fyrrverandi hundaræktanda.Andri Pogo wrote:Þetta er nú bara ca verðið á Labrador án ættbókar, með ættbók er það í kringum 200þ. Það er alltaf eitthvað um að labrador séu seldir án ættbókar en það er samt ekkert gefins enda mikil eftirspurn.MaggaN wrote:Afleit kaup...Andri Pogo wrote:80.000kr, ættbókarlaus
Ég hef ekki mikið vit á fiskum en ég veit ýmislegt um hunda. Þegar "hreinræktaðir" hvolpar eru ekki með ættbók er yfirleitt einhver maðkur í mysunni. Sennilega eru foreldrarnir ekki mjaðmamyndaðir eða ekki alveg hreinræktaðir, sennilega bæði.
Passaðu vel að hún verði ekki of feit (mér sýnist hún vera í fínum holdum á nýjustu myndunum) því það eykur álagið á liðina og er talið geta ýtt undir mjaðmalos, þó það sé fyrst og fremst arfgengt ástand. Mjaðmalos er afar kvalafullt ef það er mikið. Vonandi verður hvolpurinn þinn heilbrigður og langlífur. Gangi þér vel.
Fólk getur vel haft misjafnar skoðanir á því en mér finnst þetta nú allt annað en afleit kaup
Við vorum að skoða þetta aðeins áður en við ákváðum að taka Dísu og vorum að spá í ættbókarhundi en ákváðum að taka hana því þetta er "bara" gæludýr en ekki ætluð í sýningar eða áframhaldandi ræktun.
Fyrir utan að við vorum ekki með 200þ í vasanum og fundum ekkert væntanlegt got.
Pabbinn er með ættbók, mamman er hinsvegar ekki með ættbók því aðeins annað foreldrið hennar var með ættbók, en ég hef enga trú á að hún sé ekki hreinræktuð.
Hún er annars í grennri kantinum, erum að vigta matinn ofaní hana.
Ekki er þetta bara snobb. Flestar tegundir hafa ákveðin einkenni og hegðunarmynstur. Þó svo að einstaklingarnir séu mismunandi innan hverrar tegundar. Þannig að ef þú kaupir hreinræktaðan hund , þá veistu nokkurn vegin hvað þú ert að fá. En með blending er maður svoldið að ana út í óvissuna , þó svo að þetta séu auðvitað allt saman hundar og góðir félagar. T.d ef maður hefur gaman að veiða þá væri sniðgugt að fá einhverra tegund af veiðihundi. Þar sem ákveðin einkenni hafa verið ræktuð upp í tegundinni , stundum í hundruði ára. Og myndi þar með gera þjálfun hundsins mun auðveldari.Gudmundur wrote:Er virkilega þetta snobb í hundunum ?
ættbókarfærðir hundar ?
er þetta ekki komið út í algert rugl ?
engin af þessum hundategundum er til í náttúrunni
þetta a heima a barnalandi.isMaggaN wrote:Blendingar eru oftast heilsuhraustir og oft fyrirtaks gæludýr og félagar. Hreinræktaðir hundar eru ekkert betri og alls ekki heilsuhraustari, þvert á móti eru meiri líku á ýmsum arfgengum sjúkdómum, þar sem erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra er minni og flestir eru þónokkuð skyldir ef grant er skoðað.
Þú ert bara ekki að fá þér blending. Þú ert að fá þér hund sem hefur "það versta úr báðum heimum", s.s. lítið genamengi hreinræktaðra hunda og engan metnað góðrar hreinræktunar. Metnaðarfullir labradorræktendur mjaðmamynda hundana sína. Það gera þeir ekki af því að þeir séu svo "snobbaðir", heldur af því að mjaðmalos er MJÖG algengt í þessari tegund. Ég hefði frekar keypt mér ALVÖRU blending en ekki svona "hálfsnobbs-hund"...
Ég vona innilega að þinn hundur verði heppinn og fái ekki öll "vondu genin" því þau spyrja ekki um neina pappíra...
Guðmundur: Það eru vissulega til nokkrar hundategundir úti í náttúrunni; Basenji er upphaflega afrískur villihundur (þó ég viti ekki hvort þeir finnist enn villtir einhversstaðar). New Guinea Singing dog finnst líka villtur. Canaan dog er villihundur líka og auðvitað sá frægasti, Dingóinn í Ástralíu. Ég sé samt ekki hvað það kemur málinu við...
Labrador er þaulræktuð tegund, sem á t.d ekki að vera skothræddur, hann á að geta haldið á hráu eggi í kjaftinum án þess að brjóta það, hann á að vera syndur eins og selur og þola að synda í gríðarlega köldu vatni allan daginn án vandkvæða. Hann á að vera taugasterkur og hafa það gott minni að hann geta lagt á minnið hvar fuglarnir lentu áður en hann er sendur eftir þeim og muna hversu margir fuglar féllu svo enginn verði eftir. Hann á að hafa einbeitingu til að takast á við erfið verkefni eins og að aðstoða blinda og hreyfihamlaða. Þú tækir ekki villtan hund eða einhvern blending og gerðir svona kröfur, er það?
Til að fá allt þetta fram hefur verið beytt áhrifaríkustu aðferðum ræktunar, þ.e. valræktun og skyldleikaræktun. Það ferli er ekki gallalaust og það er nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum þeim arfgegnu sjúkdómum sem geta leynst í ættunum, svo minni líkur séu á að hundur fái sömu gölluðu genin úr báðum ættum og þá augljóslega meiri líkur á að erfa viðkomandi sjúkdóm. Þetta væri vitaskuld ómögulegt ef ekki væri nákvæmlega skráð hver eignast hvaða hvolp. Það er ættbókarskráning. Finnst þér þetta snobb?
Ég er sjálf á móti ræktun sem gerir hunda óheilbrigða og háða manninum, t.d. þegar kemur að því að fjölga sér. Ég nefni t.d. tegundir eins og Bulldog, Pug, Pekingese, Dachshund... listinn er langur.
Ég er reyndar líka á móti þesslags ræktun á öllum dýrategundum, þar á meðal fiskum. Ég þoli ekki tegundir eins og baloon molly og bubble eye gullfiska og tegundir sem hafa orðið svo mikið "slör" að þeir geta varla synt og, í tilfelli gotfiska, ekki fjölgað sér án aðstoðar.
Enn og aftur, vonandi verður hundurinn þinn góður og heilbrigður labrador. Pappírarnir myndu ekki gera hann neitt betri félaga, þú myndir bara hafa möguleikann á að skoða hvað þú værir með í höndunum. Þekkirðu fólkið sem seldi þér hundinn? Það er eflaust einhver ástæða fyrir því að amma hvolpanna fékk ekki ættbók. Vonandi ekki heilbrigðisástæður.
Gangi þér vel.