Reynsla netverja á ál.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Reynsla netverja á ál.

Post by Villimaður »

Á evróskum álum?

Ég fékk mér eitt svoleiðis stykki fyrir nokkru, og hef verið að reyna grafa upp frekari upplýsingar um kvikindið, svosem hvað það borðar, hvert kjörhitastig þess er og svo framvegis.

Eins og er þá er állinn í 40L búri með Convict pari, Platty pari, ein ancista og einum P. Fallax humar. Semsagt feeder búrinu... Á 22°C með lágmarks ljós.

Síðan állinn flutti inn hafa látist 4 fiskar, sumir á ansi kvalarfullan hátt ef marka má áverkana:

2x Blindir hellafiskar (kliptir í sundur, fann hausinn af öðrum en fremri helminginn af hinum)
2x Platty (fann bara "brjósk"grindinar)

Ég er ekki viss hvort það er állinn eða convictarnir sem eru að valda öllum uslanum. En ég veit að állinn reynir að ná platty-unum sem eftir eru, og er ekkert smeikur við convictana sem eru að hefja hrygningar ef marka má þeirra árásagirni gagnvarts platty-unum og hellafiskunum þegar þeir voru.

Ég hef verið að fylgjast með búrinu í kvöld og állinn er að reyna góma platty-ana, þeir eru bara aðeins of fljótir fyrir hann.

Hérna eru myndir af kvikindinu: (Ég veit að búrið er forljótt og bert ;) )
Image
Image
Image
Búrið sem hann er í:
Image

Hann er ekki sáttur við hvernig ég var með hitarann og losaði hann því frá, gerir það á hverjum einasta degi, þegar ég laga hann.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Post Reply