Page 1 of 1
fyrsta sjávarbúrið mitt
Posted: 07 Jan 2010, 17:11
by Randsley
Ákvað að skella upp einu litlu sjávarbúri fyrir konuna.
Búrið er 80 l og er bara nýkomið í gang.
Ef þið getið sagt mér hvað er á myndunum þá er það vel þegið,
veit voða lítið um þetta saltdót,en er að læra á þetta,held ég
Nr eitt er grænt á litinn en þetta nr 2 er gult
Þetta virðist skjóta einhverjum litlum þráðum útúr sér
svo heildarmynd af búrinu
Posted: 07 Jan 2010, 17:16
by Arnarl
Þetta á fyrstu myndinni er bara sveppur fullur af ormum sýnist mér, svo þetta nr 1 og 2 eru bara svampar, en þetta á seinustu myndinni veit ég ekkert um
mæli með að googla svo "glas anemone" eða "apista" og passa að þú sert ekki með það í búrinu þínu.
annars flott búr
svo spurning fyrir hina saltarana: hvernig ljósabúnað ertu með?
Posted: 07 Jan 2010, 18:33
by Randsley
Ég er með 18w T8 peru eins og er en stefni á að bæta það.
Sveppurin virðist skjóta þessum ormum eða hvað svosem þetta er,útúr sér og síðan dregur hann þetta aftur inn.
Posted: 07 Jan 2010, 19:48
by Squinchy
Velkominn í saltið
Þetta eru bara líffæri (Ef svo mætti kalla) sveppsins, virðist eitthvað vera ósáttur en hann jafnar sig örugglega þegar búrið kemst í jafnvægi
Þetta á seinustu myndinni er tegund af tube worm, sumir vilja hafa þetta í búrinu sínu en ég persónulega þoli ekki þessi kvikyndi og set super glue á þá sem ég get til að drepa þá
Hvað er langt síðan búrið fór í gang, búinn að mæla vatnið eitthvað ?
Posted: 07 Jan 2010, 19:53
by rabbi1991
eru þræðirnir langir og þunnir ( þannig þeir sjálst varla nema ef skítur sesst á? ) eða er þetta einn eða tveir þræðir sem liðast um einsog ormar?
Posted: 07 Jan 2010, 20:27
by Randsley
Það eru 4 dagar síðan ég startaði búrinu.
Var að mæla vatnið
Ph er 9
No2 er 0
No3 er ca 20mg/l
Seltan er 1.023
Þessir þræðir eru þunnir eins og köngulóavefur.
þessi líffæri á sveppinum komu út þegar ég bætti salti í búrið,fór salt yfir sveppinn,annars er þetta bara inni.
Posted: 07 Jan 2010, 21:35
by rabbi1991
þá er þetta sérstök tegund snigla sem eru "góðir" fyrir búrið og hreinsa alskona rusl sem fer útum allt og þess háttar. þeir skjóta þraðunum út og draga svo inn agnirnar sem festast í þeim. Þeir eru sagði góðir allstaðar fyrir búrið fyrir hreinsihæfni þeirra en mörgum finnst þeir ljótir útaf vefjunum. Þá einsog Squinchy sagði gera margir eitthvað til að loka þeim þar sem fólk finnst oft túburnar flottar.
Posted: 08 Jan 2010, 01:10
by Squinchy
Okei, aldrei strá salti beint ofan í búrið, mun betra að leysa það upp í smá vatni og hella svo ofan í búrið
Posted: 19 Jan 2010, 22:01
by Randsley
fyrsti meðlimurinn í búrinu kominn í.
Styttist í að fleiri komi.
Posted: 20 Jan 2010, 16:22
by rabbi1991
hvað er það nákvæmlega það sem þessi rækja hreinsar? Getur hún ekki verið að éta eitthvað sem gott er að hafa?
Posted: 20 Jan 2010, 16:39
by Squinchy
Til hamingju með nýju íbúana
Rabbi: Þessar rækjur sjá um að fjarlægja sníkjudýr af fiskum og eru mjög duglegar að éta fóður sem fellur á botninn og inn á milli grjótsins sem myndi á endanum fara að rotna
Mjög skemmtilegar rækjur, ég var farinn að handmata mína gömlu, pikkar undir neglurnar hjá manni, þannig að góð regla er að taka handbursta og skrúbba aðeins undir neglurnar á þeirri hönd sem mun fara ofan í búrið, leynist oft sápa undir nöglunum
Posted: 27 Jan 2010, 00:26
by linx
Til lukku með búrið Randsley!
En eins og það er gaman að byrja í saltinu þá er það bara svekkjandi að sjá búrið falla saman út af mistökum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.
Sandurinn sem þú notar er mjög grófur og þarfnast mikils viðhalds, þú þarft því að rigsuga hann þegar þú gerir sjóskifti (þó það sé eitthvað sem maður vill helst ekki gera).
Þig vantar prótein skimmer þegar fram í sækir og er best að setja þá í sumpa ef það er hægt.
Þetta lítur vel út hjá þér og gæti orðið stór glæsilegt með tímanum!
Besta ráðið sem ég gæti gefið þér er að gera þetta bara rólega...