Þegar þú ætlar að setja inn til sölu auglýsingu, eru ákveðnir punktar sem þú ættir að hafa í huga og ath að hér skal einungis auglýsa fiska eða hluti tengda fiskahaldi.
Óheimilt er að auglýsa beint vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana nema með fengnu samþykki.
1) Nafn þráðarins
Hafðu nafn þráðarins lýsandi og
segja nóg til þess að fólk viti hvort það hafi áhuga á efni hans eða ekki.
T.d. "180 lítra fiskabúr til sölu" eða "Rena Xp3 tunnudæla til sölu"
2) Upplýsingar um vöru
Passaðu að láta nægar upplýsingar fylgja með, því að spurningar
eins og "Hvað villtu fá fyrir þetta ?" og "Áttu myndir?" eru
snöggar að koma ef þeim hefur ekki þegar verið svarað.
Láttu málin á fiskabúrum koma fram, uppl. um ljós, lok og þ.h. (Ath að utanmál á fiskabúri gefur ekki rétta lítratölu)
Gott er að reyna að finna lýsingu á heimasíðu framleiðanda vörunnar og vísa þangað.
Ef einhverjir gallar eða skemdir eru á vörunni láttu það helst koma fram.
Láttu verðhugmynd þína koma fram, ef þú óskar eftir tilboðum skaltu hafa mjög greinagóða lýsingu á hlutnum.
Óheimilt er að setja inn auglýsingu sem er einungis hlekkur á aðra síðu.
3) Hvernig næ ég í þig?
Vertu viss um að það komi skýrt fram hvernig er hægt að hafa samband
við þig. Ef þú ert lítið á spjallinu þá er betra að
láta símanúmerið sitt fylgja.
4) Myndir
Ef þú átt myndir af því sem er verið að auglýsa, láttu þær endilega fylgja.
Myndir eru það nauðsynlegasta til að sala á notuðum hlut gangi vel og til að spara öllum aðilum tíma og fyrirhöfn.
Vinsamlega póstið ekki myndum sem eru stærri en 640x480
5) Uppun
Ath óheimilt er að "uppa", þe færa auglýsingu efst á blaðsíðu ef hún er enn á 1. blaðsíðu í söludálknum. Þeir sem gera slíkt eiga á hættu að auglýsingu verði læst.
6) Sölu lokið
Þegar hluturinn er seldur settu þá (selt) í nafn þráðarins. Ekki eyða eða breyta textanum á auglýsingunni þar sem við hér viljum endilega halda gömlum auglýsingum til að fólk átti sig betur á verðmæti og framboði hluta. Vinsamlega athugið að það er óþarfi að bæta innleggi í söluþráðinn til að láta að hluturinn sé seldur, breyting á titli nægir.
Þeir sem setja inn auglýsingu sem telst stórfenglega ófullnægandi eða á annan hátt samrýmist ekki þessum viðmiðum eiga á hættu að auglýsingunni verði læst eða hún tekin út.
Að svara auglýsingu.
Ef þú hefur í hyggju að svara auglýsingu hér á spjallinu þá er ágætt að hafa þessi atriði í huga.
Ef seljandi óskar sérstaklega eftir svörum eða tilboðum í einkapósti vinsamlega farðu eftir því.
Fyrirspurnir og svör sem ekki teljast beinlínis almenns eðlis skulu sendast í einkapósti beint á þann sem auglýsir. Ekki spyrja um greiðslukjör eða hvort það sé í lagi að sækja hlutinn eftir sumarfríið þitt osf.í þræðinum, notaðu frekar einkapóstinn í slíkt.
Tilboð skulu einnig sendast í einkapósti nema um sé að ræða uppboð.
Ekki pósta spurningum sem hafa ekki beinlínis með söluna að gera og þú getur auðveldlega fengið svör við með leitinni hér á spjallinu eða goggle.
Sá sem býður í hlut eða segist ætla að taka hann þarf að geta staðið við tilboðið. Ef ekki er staðið við tilboð og ekki hægt að gefa ásættanlegar skýringar á því þá á viðkomandi á hættu að vera settur í bann hér á spjallinu.
Það er dónaskapur að koma með óþarfa gagngrýni eða önnur óþarfa innlegg í auglýsingar og spyrja bara til að spyrja.
Gera má ráð fyrir að þeir sem auglýsa eftir hlutum eða fiskum hér á spjallinu séu að leita af notuðum eða ódýrari vörum en í verslunum og séu fullfærir um að athuga úrval í verslunum sjálfir, því er ekki þörf á að tilkynna það að umrædd vara fáist í einhverri verslun.
Ekki fara í fýlu þó þú fáir ekki svar strax, spjallverjar eru misvirkir og stundum fer fólk í frí eða kemst ekki í tölvu í nokkra daga
Uppboð.
Seljandi getur látið fara fram uppboð á hlut sem hann vill selja. Ef sú leið er valin er nauðsynlegt að komi fram fullnægandi lýsingu á hlutnum, gallar ef einhverjir eru og helst myndir. Stjórnendur geta lokað uppboðsauglýsingum ef þeim þykja upplýsingar ófullnægandi.
Sá sem býður í hlut á uppboði þarf að geta staðið við tilboðið. Ef ekki er staðið við tilboð og ekki hægt að gefa ásættanlegar skýringar á því þá á viðkomandi á hættu að vera settur í bann hér á spjallinu.
Lestu áður en þú setur inn eða svarar auglýsingu.
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Lestu áður en þú setur inn eða svarar auglýsingu.
Last edited by Vargur on 02 Oct 2010, 11:05, edited 8 times in total.