Sniglabörn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fanna
Posts: 7
Joined: 09 Aug 2008, 21:10
Location: Mosfellsbær

Sniglabörn

Post by Fanna »

Mig langaði að forvitnast hjá ykkur hvernig ungir Trompetsniglar og Assasin-sniglar líta út!

Ég er búin að vera með í dáldinn tíma 2 Assassin snails, sem áttu að hreinsa litlu plágusniglana úr búrinu. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér að þessu og enn er búrið morandi af þessum... litlu sniglum.

Fyrir nokkru voru mér gefnir Trompetsniglar, um 10 stk eða svo. Nú eru komnir nokkrir pínulitlir sniglar, sem liturinn segir mér að séu assassin sniglar en líkurnar segja mér að séu trompetsniglar. Þeir eru semsagt röndóttir, áberandi röndóttir.

Hvað getið þið sagt mér um þetta?

kv. Fanna
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

trompetsniglar eru ekki röndóttir, en assassin eru það, alveg frá títuprjónshausstærð.

Assassin sniglarnir éta trompet sniglana mjög líklega - jafnvel þótt þeir séu jafn stórir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fanna
Posts: 7
Joined: 09 Aug 2008, 21:10
Location: Mosfellsbær

Post by Fanna »

Get bara ómögulega skilið hvaðan 10-15 Assassin sniglar koma á svona stuttum tíma. Þeir eru misstórir, allt frá 3 mm og upp í svona ca 7 mm.

Þeir eru áberandi röndóttir en þar sem ég sé daufar rendur á Trompetsniglunum þá datt mér í hug að rendurnar væru kannski meira áberandi þegar þeir eru svona litlir.
Post Reply