Nú veit ég dæmi þess að Jack Dempsey og Óskar hafi lifað góðu lífi saman. Ég fór hinsvegar að pæla hvort einhverjir hér á spjallinu hefðu reynslu af þeim (bæði góða sem slæma). Hvort best væri að hafa par af Óskar og stakan Dempsey, par af Dempsey og stakan Óskar eða bara einn af hvoru. Pör af báðum tegundum taka mikið meira pláss er það ekki rétt skilið hjá mér. Það væri ekkert verra að láta ráðlegða búrstærð fylgja með. Nú langar manni í búr með amerískum síkliðum og var ég að pæla hver væri sniðugasti búrfélagi Óskars þannig að einnig eru vel þegnar uppástungur af öðrum tegundum.
Þetta getur alveg gengið en fer eftir búrstærð og persónuleika fiskana.
JD á þó til að vera felugjarn sérstaklega með ákveðnum fiskum.
Stakur convict kk á oft vel saman með stærri óskar.
okey flott að vita það, árásargirni er ekki aðal vandamálið...en hvernig er með pör er það góð hugmynd, verða þeir ekki bara árásargjarnir við það?...hver er svona u.þ.b. ráðlögð búr stærð fyrir einn af hvoru eða hinsvegar tvo Óskara?
Þó það standi nú ekki í nafni titilsins þá fór ég samt að pæla hvort einhver viti hvernig green terror á samleið með Óskar? þá er ég bara svona að meina almennt
Var með tvo óskara og svo green terror í 400L búrinu. GT stækkaði hrikalega hratt og drap óskarana á einni nóttu, einn í einu. Þannig að ég myndi ekki þora að hafa óskar og GT saman nema óskarinn sé orðinn mjög stór og geti þá eitthvað ógnað GT, en óskararnir stækkuðu ekki jafn hratt og GT og urðu undir.