Nú ætla ég að mixa saman CO2 reactor, en mig vantar pvc slöngutengi, helst 16mm, en 19 mm sleppur. Ég er búinn að athuga í vatnsvirkjanum, Poulsen og efnissölu Guðjóns. Hvergi til. Vitið þið að einhverjum öðrum stað sem gæti mögulega átt þetta?
Hálf fúlt að þurfa að panta þetta að utan
Má þetta ekki vera úr einhverskonar járnblöndu? Bara kaupa skrúfað PVC til að tengja þetta við. PVC úrvalið hér á landi fer minnkandi með hverju árinu. Þetta virðist vera lítið notað.
Annars kemur efnissala ge jónssonar og loft og raftæki til greina líka.
þetta er kanski ágætis hugmynd Squin, en er ekki spurning hvort að plastið í hraðtenginu skemmist ekki eftir mikinn kontakt við súrara vatn? Það er e.t.v. eitthvað sem tekur mörg ár að gerast?
Þetta virðist nú frekar harðgert plast en ef plastið fer eitthvað að láta sjá á sér er mjög einfalt að skipta því út fyrir nýtt þar sem þetta er bara skrúfað upp á, þetta er líka til úr málmi í verkfæra lagernum
Fór og gramsaði og gramsaði upp í vatnsvirkja og fann þetta á endanum, það voru skrúfuð pvc slöngutengi í einhverri vel faldri dollu hjá þér. En djöfull hefur verðið hækkað hjá þeim. Þessi slöngutengi voru merkt á 100 kall, en kostuðu við kassann 190kr. Var virðisaukinn ekki að hækka um 1 prósentustig??