Eineigð Arowana

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Eineigð Arowana

Post by Jakob »

Nú þarf ég á hjálp ykkar að halda.
Þannig er mál með vexti að stuttu eftir að ég setti Endlicheri í 400L búrið reyndi Lapradei að éta hann. Svo ég setti Endlicheri aftur í 100L búrið fyrir nokkrum dögum með Jardini.
Þegar ég vaknaði í morgun var í lagi með alla fiska og aró á sínum stað, en þegar ég kom heim úr skólanum tók ég eftir því að aro hafði stokkið yfir í seiða flotbúrið og eineigð í þokkabót, en seiðin furðulega öll með tölu á sínum stað.
En nú spyr ég, á ég að setja fungus lyf í búrið, salta eða láta þetta bara vera?
Fínt væri líka að fá svör frá einhverjum sem að hafa reynslu af eineigðum fiskum, eins og kannski Andra.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta á ekkert að vera neitt stórmál - Hún getur alveg lifað með bara eitt auga. Hún verður þó töluvert klaufaleg á matmálstímum og það þarf að passa að hún fái sitt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

sammála Kela, ætti ekki að vera neitt mál.
Passa bara vatnsgæðin meðan sárið gróir.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Takk fyrir.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply