Arowanna

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Arowanna

Post by Gremlin »

Jæja sælt veri fólkið. Ég er með 530L Avakstabil búr og var svona að spá hvort hérna það gengi að fá sér Arowönu í búrið og tek það fram að ég veit að það myndi ekki ganga kannski til lengdar því þær verða svo rosalega stórar. En ég er með 3 Óskara sem myndu eflaust þá víkja fyrir henni en Jack Dempsey parið mitt myndi ég helst vilja hafa lengur.
-----------------------
Mín spurning er sú, gæti þetta gengið og þá hversu lengi maður gæti haft þessa gersemi í búrinu eða ætti maður að spá í enhverju öðru. Spurning kannski með að fjarlægja bakrunninn því hann er plássfrekur og taka búrið allt í gegn áður en maður færi að breyta.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Keli er með arowönu í 530L búri og hefur verið með í góðan tíma, hann getur kannski best svarað þér.
Ég myndi hiklaust taka bakgrunninn ef hann tekur pláss, annars endist búrið mun styttra en þetta væri þó ekki til frambúðar, amk myndi ekki fara mjög vel um hana mjög stóra.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Mín er eitthvað um 50cm og það er farið að fara illa um hana í búrinu, og í raun gerðist það fyrir alveg þónokkru síðan. Ég bara hef ekki tímt að gefa hana frá mér vegna þess að það er stutt í að ég komist í aðstöðu þar sem ég get haft hana í meira plássi.

Þetta getur gengið í líklega eitt ár alveg auðveldlega ef þú færð þér litla en eftir það verður þröngt um hana. Jardini eða asískar arowönur ættu þó að endast miklu lengur í þessu búri, jafnvel til frambúðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jardini ætti að ganga í 2+ ár, ef ekki til frambúðar eins og keli segir. Persónulega finnst mér Jardini fallegri en silver og þær eru ekki mikið dýrari, 12k í dýragarðinum ef það er eitthvað eftir. :wink:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

sá pínulitlar í dýraríkinu á 9þús og eitthvað
Post Reply