Page 1 of 1

salt á lítra

Posted: 25 Jan 2010, 09:30
by siamesegiantcarp
það virðast vera skiptar skoðanir á hversu mikið salt á lítra á að setja í svona búr, er það 1kg á 30l? eða 0,2-0,4kg á hverja 4lítra?

Posted: 25 Jan 2010, 11:02
by keli
Það fer svosem líka aðeins eftir salttegundinni. Ég geri þetta aldrei eftir þyngd, ég bara blanda og mæli. Bæti svo við salti eftir þörfum.

Posted: 26 Jan 2010, 00:35
by rabbi1991
ég næ bara í sjó. Hann er alltaf hingað til 1.026 alveg einsog clownfish vilja það. Svo til að hreinsann hendi ég fötunni uppá þurkarann sem hitar hann fyrir mig og öll þrulla sest á botninn.

Posted: 27 Jan 2010, 14:54
by siamesegiantcarp
er hægt að nota venjulegann ferskvatns fiskabúrshitara í saltvatnið?

Posted: 27 Jan 2010, 16:22
by Squinchy

Posted: 27 Jan 2010, 21:00
by siamesegiantcarp
ég er með venjulega fiskabúrsmöl og svo fínann skeljasand, er gott að hafa fiskabúrsmölina undir skeljasandinum?

Posted: 28 Jan 2010, 00:28
by Arnarl
Myndi hafa kóralsand, no doubt! :)

Posted: 28 Jan 2010, 01:33
by Squinchy
Kóral sand eða engan sand, það virkar vel í mínu 54L

Posted: 28 Jan 2010, 09:36
by siamesegiantcarp
þarf ekkert meiri vatnaskipti ef þú sért ekki með sand?

Posted: 28 Jan 2010, 12:32
by Squinchy
Nei

Posted: 28 Jan 2010, 13:46
by siamesegiantcarp
semsagt er þá sandurinn bara til skrauts

Posted: 28 Jan 2010, 13:56
by Squinchy
Nei ekki endilega, það kemur líf í sandinn svipað og í live rock sem hjálpar við að brjóta niður úrgang en búrið getur alveg gengið á þess að hafa sand með því að hafa gott magn af LR og vera duglegur í vatnskiptum

Posted: 29 Jan 2010, 09:12
by siamesegiantcarp
hvar er best að kaupa 3mm crushed coral sand? er ekki annars mælt með 3mm kornastærð?

Posted: 29 Jan 2010, 09:14
by keli
Ættir að geta fengið þetta amk í Dýragarðinum og Dýraríkinu. Líklega eitthvað ódýrara í Dýragarðinum.

Posted: 29 Jan 2010, 10:02
by siamesegiantcarp
nú er ég með 54 l saltvatnsbúr myndi ég græði einhvað á því að tengja 54lítra sump við búrið?

Posted: 29 Jan 2010, 11:49
by Squinchy
Fisko er líka með flottan kóralsand

Já 2x meira vatnsmagn og getur komið búnað fyrir í sump, en þar á móti þarftu að skifta úr meir af vatni vikulega

Posted: 29 Jan 2010, 12:42
by ulli
Kanski ekki 2 falt meira vatns magn.nema þú smekk fyllir sömpin :lol:
því meira vatns magn því minni sveiflur í salti og stöðugara búr.

Posted: 29 Jan 2010, 12:48
by linx
Kostirnir eru samt talsverðir. Þú getur skomið öllum hreinsibúnaðinum fyrir í sumpnum þar sem hann er ekki að fylla búrið.
Mun meira vassmagn sem bíður upp á mun stöðugra kerfi, ekki bara næringar efnin heldur einnig hitastig, en margar sjáfar lífverur eru viðkvæmar fyrir hitasveiflum.

Posted: 30 Jan 2010, 00:26
by siamesegiantcarp
þegar maður er að byrja setja upp nano sjó búr er bannað að setja volgt vatn úr krananum í búrið , verður maður að nota kalt út af hveravatninu?

Posted: 30 Jan 2010, 02:17
by Squinchy
Það er aðeins mikil vægara að nota kalda vatnið bara þegar maður er í salt vatninu, það er aðeins hreinna heldur en heita vatnið

Posted: 30 Jan 2010, 13:38
by linx
Það er rétt hjá Squinchy heita vatnið er brennisteinsbætt til þess að minka súrefnisinnihald þess,
þar sem súrefnið veldur tæringu í lögnunum. :wink:

Posted: 30 Jan 2010, 22:20
by siamesegiantcarp
var nefn að reyna starta salt búri í gær 54 lítra, setti fínan skeljasand og ískalt vatn úr krananum, var soldið smeykur við að hafa það svona kalt, hélt að búrið gæti farið að leka vegna of mikils hitamismunar á umhverfi og búri

Posted: 30 Jan 2010, 23:03
by Squinchy
Ekkert til að óttast, kemur í mestalagi smá rakamyndun á glerið :)