Er algengt að sverðdragar séu að bögga aðra fiska?

Eða er líklegt að eitthvað sérstakt sé í gangi ef þeir gera það?
Var með þá vitneskju í mér að þeir væru góðir í samfélagi við aðra fiska en einstaka kall gæti verið árásarhneigður.

Málið er að ég er með 4 sverðdraga, 2 appelsínugula karl og kerlingu og 2 hvíta karl og kerlingu.
Svo er ég með 3 neontetrur, 3 zebra danna og 1 kopargrana.
((+ svo eru 3 neontetrur dánar, 1 zebra danni og 1 brúsknefur)).
Hvítu karl og kerlinga sverðdragarnir vilja bara eiga búrið, ýta öllum hinum frá matnum þegar þeim er gefið en sérstaklega eru þeir frekir við appelsínugula sverðdragaparið. Og þá er hvíti karlinn vondur við appelsínugula karlinn og hvíta konan við appelsínugulu kelluna.
Okkur er farið að gruna að þeir hafi kannski drepið hina fiskana með þessari stjórnun sinni...

Svo er ég með smá lifandi gróður og þeir éta hann!! Ég stóð líka í þeirri meiningu að þeir ætu ekki gróður...

Er sko bara ný í þessu en er að reyna að gera allt rétt og drekka í mig upplýsingar

Þetta er lítið búr, 50 l. Ætla að stækka við mig síðar.
kveðja,
Sigrún