skýjað vatn í fiskabúrum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

skýjað vatn í fiskabúrum

Post by pjakkur007 »

Á ég við vandamál að stríða?
málið er að ég skipti um vatn í búrunum mínum um síðustu helgi (eins og ég geri um hverja helgi) og núna er vatnið að verða skýjað eins og eitthver hafi mist nokkra dropa af mjólk í það.
hingað til hefur þetta alltaf sloppip á milli helga og ekki verið neitt vandamál það sem mér finst skrítið er að þetta gerist í báðum búrunum í einu!!!
eini munurinn á þessari viku og öðrum er að það skein sól hér í þessari viku en ekki hinum og sólin er svo lágt á lofti að hún nær að skína á búrin í stuttan tíma (annað í ca 1 kls hitt í ca 2kls og á þessum árstíma get ég einganveginn komið í veg fyrir það nema breiða yfir búrin :? er þetta í lagi eða ætti ég að skipta oftar um vatn ég er að skipta um 30 -40 % í einu hverja helgi

þætti gott að fá skilmerkileg svör vill helst ekki drepa fleiri fiska það er svo langt að ná í nýja :wink:

P.s í tunnu dæluni hjá mér er kolafilter á ég að taka það úr?
ekki að ég haldi að það komi skýjaða vatninu við þar sem tunnudælan er bara í öðru búrinu!!!
Last edited by pjakkur007 on 11 Feb 2010, 12:04, edited 1 time in total.
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Áttu nokkuð Uv-ljós ? Það drepur þetta á engri stund.
Annars er meira hér
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=9062
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Keyrði UV hjá mér og vatnið varð tært á 3 dögum. Ég var búinn að reyna margt annað en ekkert virkaði.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

hvar fær maður UV ljós eða peru? og hvað má þetta vera sterkt? það eina sem ég fann á netinu um þetta var geisla tækni til að setja á vatnsveitur eða sundlaugar held að það sé aðeins of stórt fyrir mig :shock:
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta ætti að fást í flestum fiskabúðum, ég er með 24W unit í 720L búrinu, fæst í Dýragarðinum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Takk fyrir hjálpina þar sem ég á ekki gott með að komast eitthvert að kaupa hitt og þetta ákvað ég að prufa að mirkvabúrið eins og stungið var uppá í þessum þræði sem vargur benti á.

í dag tók ég teppið utan af búrinu og dæluni og viti menn vatnið er kristaltært nú er bara að vona að það haldist þannig.

Það sem ég gerði semsagt er að ég pakkaði búrinu inní þykkt teppi þannig að ekkert ljós komst að búrinu og þannig er það búið að vera aíðan á fimtudagskvöld sem sé fiskarnir hafa ekki fengið mat eða ljós í 3 daga og vatnið fór úr því að vera eins og eitthver hafi helt mjólk í það í að vera eins og ný komið úr krananum :D

núna skipti ég um vatn 40-50% og svo er bara að bíða og sjá

en enn og aftur takk fyrir hjálpina :D :lol:
20L humarbúr

54L guppy og tetru

120L lemon tetru, SAE og Ancirstur

54L Siklíðu bastarðar

450L Gullfiskabúr
Post Reply