Fiskar að drepst.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Fiskar að drepst.

Post by plantan »

Ég er í smá vandræðum. ég var með gotfiska og þeir drápust allir þótt ég hafi ekki hugmynd um afhverju! ég geri vatnskipti 1x í viku og oftar þegar dauðsföllin voru hjá fiskunum og var að skipta um 50-70% vatn! og gerði það með slöngu þannig þeir hafa væntanlega ekki verið stressaðir yfir öllum þessum vatnskiptum hjá mer.
þeir urðu alltaf bara mjög slappir og svo bara dead!
svo nuna seinast var seinsti gubbyinn kominn með pop-eye og ég bara lét hana fara og þá voru eftir í burinu 3 ryksugur og 1 snigill.. sem eru öll alveg eitur hress!

ég tók mig til og setti þau í 50L bala með dælu og hitara á meðan ég var að hreinsa búrið.. ég tók sandinn og setti nýja steina sem ég sauð og svo þreif ég dæluna þokkalega vel og þvoði plönturnar þokkalega.. og allt draslið.. og setti búrið í baðkarið og þreif og þreif glerið..
svo setti ég nýtt vatn í það.. blanað heitt og kalt vatn(er í kópavoginum) og setti dæluna og hitarann i gang og let það ganga í sólahring. síðan setti ég snigla og ryksugurnr 3 ofaní og lét það vera svoleiðis í viku plús einhverja daga.
svo fór ég og keypti 6 Malawi seiði.. og þau eru öll orðin heldur slöpp.. ! og 2 drápust í nótt (sama tegundin.. 3 tegundir 2 af hverri tegund)!!
vatnið er 27°c.

núna er ég að bíða eftir að 50L balinn hiti sig.. setti bara kalt vatn nuna og sauð vatn til að fá hita... og er að bíða eftir að vatnið nái uppí 27°c. (er með hitara)
og henda fiskunum yfir..! á ég ekki að salta líka þar?

ég bara veit ekki hvað ég get gert.. það eru engir ormar.. búin að leita og ekkert af hvítum sykri á þeim(hvítabletta veiki)

en hinsvegar sé ég nuna þegar ég slökkti á dælinu hvítt ský ovarlega í vatninu sirkað 20 cm breiða línu!

er að gefa þeim Tetra PRO og ryksugunum líka Tetra botntöflur.

jæja. hver getur sagt mér hvað ég er að gera vitlaust og hvað get ég gert til að fækka dauðsföllum?

Er alveg miður mín!! er ekki hæf til að hugsa um fiska! :cry:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þegar þ varst að gera þessi 50-70% vatnsskipti, varstu þá að setja volgt vatn úr krananum eða kalt?
þú tókst fram með balann að þú lést kalt og varst að láta það hitna
-Andri
695-4495

Image
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

Ég setti vogt vatn úr krananum í búrið.. og fygdist með allan timann hitanum svo ég væri ekki að setja of kalt eða of heit vatn útí.
las einhverstaðar að það væri í lagi að setja hitavitu vatn.

svo setti ég bara kalt vatn í balann og sauð svo kalt vatn og setti útí til að fá hitann fljótari upp.. og notaði líka hitarann.. (lá svo á að koma fiskunum úr búrinu )

Gleymdi að taka fram að þeir ofanda rosalega.. og eru búnnir að gera það síðan ég fékk þá..
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Post by linx »

ertu nokkuð með eitthvað sem inniheldur brennistein í búrinu? (hann bindur sig við súrefnið í vatninu svo vatnið verði súrefnis snautt)
hefur nokkuð farið sápa í búrið? einkennin eru oft furðulegir sjúkdómar og rauð tálkn.
með hverju innréttar þú búrið? allar svona upplisingar hjálpa okkur að hjálpa þér! :wink:
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

í búrinu eru steinar(sauð þá aður en þeir fóru í búrið) lifandi gróður, rót sem ég síð reglulega til að losna við lit, dælu sem hreinsar og kemur súrefni í vatnið, hitari og ekkert fleira.

ég hef aldrei notað sápu við þrifin á búrinu og aukahlutum eða önnur efni... bara vatn
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

sá þriðji dauður:S
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hvít slikja á yfirborðinu?
það er prótein slikja eða fitu skán oftast og stafar af offóðrun.
gefa minna og reyna láta dæluna gára yfirborðið.
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

Nei ekki svoleiðis.. meira eins og bara hvítt ský... (hef séð þetta sem kemur við of fóðrun)
það er reyndar farið nuna.. og vatnið er frekar hvítt allt.. þó ekki eins skýjað og það var áðan þegar það voru 20cm
linx
Posts: 152
Joined: 27 Mar 2007, 21:26

Re: Fiskar að drepst.

Post by linx »

plantan wrote:Er alveg miður mín!! er ekki hæf til að hugsa um fiska! :cry:
Ég hugsa að þessi fullyrðing sé ekki alveg rétt þar sem þú ert þó hér að reina að finna lausn, :)
Ég sé ekkert sem þú ert að gera vitlaust þannig séð, en mig er farið að gruna þessa rót soldið.
prufaðu að taka hana upp úr búrinu, skifta út meira vatni og sjá svo hvort þessi hvíta slikja komi aftur.
Post Reply