Vatnið í búrinu verður grænt á svona 20 klst. Ég skipti mestmegnis um allt vatn í gærkvöldi og var vatnið þá tært og fínt. Núna kem ég heim og það er aftur orðið helvíti grænt.
Er þetta þörungur og ef svo er hvað get ég gert við þessu?
Þetta er sennilega þörungablómi sem er algengur ef dagsbirta skín á búrið. Breyddu yfir búrið og hafðu ljós slökkt í 3-4 daga og gefðu lítið sem ekkert. Það ætti að duga á þetta, skiptu svo um 30% af vatninu þegar þetta er farið.