Kominn með efni í stálgrind sem ég er byrjaður að sjóða saman.
Lappirnar + stífur niðri verða úr 40x40 prófílum, en ég ætla að hafa 40x60 prófíl í rammanum uppi fyrir styrkinn. Mála grindina svo svarta.
Ætlaði mér að klæða grindina með mdf plötum, hafa 2x hurðir framaná skápnum. En ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég eigi að tíma að láta sprauta þetta eða hvort ég eigi að spreyja/mála þetta sjálfur. Veit ekki hvernig þetta kemur út málað en ætti að vera í lagi mundi ég halda?
Ef ég fer ekki úti MDF fæ ég bara límdar plötur sem ég er meira spenntur fyrir, en það fer allt eftir kostnaðinum á þessu öllu

Búrið ætla ég að hafa 12mm þykkt gler í öllum hliðum. Botninn smíða ég úr 1,5mm 316 rústfríu stáli og ég verð með 4 múffur með gengjum sem ég sýð í botninn þar sem ég mun henda í lokum og öðrum búnaði fyrir dælur/sump(ef ég fæ mér seinna).
Smíða líka ramma ofaná með tveimur stífum úr rústfríu stáli sem ég síð saman, ætla svo að líma á öll horn eftir að ég er búinn að glerja.
Ekki búinn að ákveða hvernig lokið verður smíðað, ál kannski? Jafnvel smíða það bara úr sama timbri og ég verð með í skenknum. Allar hugmyndir/ábendingar vel þegnar

Byrjaði í gær að sjóða saman grindina, ætla henda inn myndum af henni og reyna vera duglegur að updatea með myndum næstu daga. Veit ekki hvenar ég klára þetta verkefni, en ég er ekki að stressa mig of mikið.
Panaði mér plötu í dag í botninn sem er 1 meter x 2 meter hjá Metal, tekur 10daga að fá hana, svo ég get farið að byrja á botninum um leið og skenkurinn er tilbúinn.
Hvernig líst mönnum á og endilega komið með ábendingar.

19.2.2010
Hérna er ég byrjaður á grindinni undir búrið.
[img]http://www.fishfiles.net/up/1002/varqtu ... ði_060.JPG[/img]
Eins og sést á ég eftir að setja lappirnar á milli og stífurnar á milli. En kominn af stað þó
