UV ljós

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

UV ljós

Post by Rodor »

Það er búið að spjalla svolítið um þörungagróður hér á síðunum og lausnir til að losna við hann.
Því langar mig að spyrja ykkur hvort þið hafið prófað útfjólublátt ljós og þá hvort þið mælið með því?

Kveðja,
Todor
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að UV ljós gagnist ekki gegn þessum hefðbundna þörung heldur einungis þörungablóma eða svifþörung, þe þegar vatnið sjálft verður grænt eða mjólkurlitað.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er hægt að fá UVA, UVB eða eitthvað svoleiðis og er þá einhver afgerandi munur? :oops:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Eftir því sem mér skilst þá bætir þetta gæði vatnsins, drepur sýkla, bakteríur, vírusa, þörunga og kemur í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Það fer eftir því hve mörg wött lampinn er í hlutfalli við rennslið í gegnum hann hvað hann drepur mikið af þessu. Mig minnir að það þurfi fleiri wött á bakteríur heldur en vírusa.
Þetta þýðir þó ekki að maður drepi allt í búrinu, því þessu er komið fyrir á slöngunni sem fer út úr dælunni, þannig að hún dælir sótthreinsuðu vatni. Sandurinn, mölin og filterarnir í dælunni fara náttúrlega ekki í gegnum þetta ferli og því erum við áfram bakteríur ofl. þar sem viðheldur eðlilegri flóru.
Þetta ljós er ekki notað stöðugt, heldur sett á tímarofa í einhverja klt. á sólarhring.

Hér eru nokkrar upplýsingar:
http://www.charterhouse-aquatics.co.uk/ ... -p-60.html

http://arowanaclub.com/forum/printthrea ... eadid=8037
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er mjög sniðugt en allajafna ekki nauðsynlegt fyrir hinn venjulega fiskamann á Íslandi, þetta er einna helst notað af heildsölum og verslunum eða ræktendum sem glíma við hátt hluttfall sníkjudýra í kranavatni. Helsti ókosturinn við þetta er að fiskarnir missa oft náttúrulegt þol gegn sjúkdómum og sníkjudýrum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

sliplips wrote:Er hægt að fá UVA, UVB eða eitthvað svoleiðis og er þá einhver afgerandi munur? :oops:
UvA eru geyslar sem koma frá hefðbundni peru eins og eru í loftljósinu hjá þér, UvB er annar geysli sem er ekki í venjulegum perum en hægt er að fá sérstakar perur með % af UvB og inni halda þær þá mun hærri % af UvA og eru þær perur aðalega notaðar fyrir skriðdýr á borð við Iguana, skjaldbökur o.s.f. Uvb gerir okkur brún og sæt á sumrin ;)

en aftur á móti þegar talað er um UVSteriliser þá er verið að tala um UvC geysla sem er mjög skaðlegur fyrir húð, augu og allan lifanfi vef, Sólin gefur frá sér UvC en sem betur fer höfum við Ozon lag yfir jörðinni til að vernda okkur fyrir þeim :)

UvC geyslar eru t.d. notaðir í drykkjar brunum sem eru á mörgum skrifstofum (s.s. til að hreinsa vatn líkt og verið er að tala um fyrir vatnið í fiskabúri), læknastofnunum þar sem áhöld eru böðuð í þessum geyslum og margt fleirra hægt að gera með þennan sérstaka geysla :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Smá viðbót við UVA, UVB og UVC.

Hérna eru bylgjulengdir ljósanna gefnar upp í Nanómetrum og sjáum við að UVC er með styttstu bylgjulengdina af þessu UV ljósum.

UVA 315 - 400 nm usually found in black light or tanning equipment
UVB 280 - 315 nm causes sunburn
UVC 200 - 280 nm damaging to exposed cell

http://www.algone.com/uv_sterilization.php

Og enn meira um ljós. Þarna getið þið séð hvar UV ljósið er á litrófinu.

http://tmc-ltd.thor.titaninternet.co.uk ... ration.asp
Post Reply