Ég er með tvo stóra gullfiska ca. 12cm í 90L búri og nokkrar plöntur bæði gervi og lifandi en var að velta vþí fyrir mér hvortég gæti sett eithverja aðra lífveru í búrið sem myndi hönda fiskana? og líka það myndast oft skán af eithverju brúnu jukki á plönturnar og skrautmuninní búrinu .. hvað er það og hvað er hægt að gera í því
ef þú vilt hafa fleiri fiska með gullfiskunum þá borgar sig fyrst að spá í hitann, þeir vilja almennt lægri hita en flestir aðrir. ég hef haft ancistrur, eplasnigil gúbbífiska, white cloud og zebradanio með gullfiskum.
númer 2 reglan með þá er að ef lífveran passar upp í þá, þá verður hún étin svosem gúbbíseiði, litlir sniglar og ég myndi ekki tíma að prófa rækjur af sömu ástæðu.
nr. 3 þú vilt ekki setja grimma, hraðsynda fiska með gullfiskunum með stórann sporð. þeir tæta þá í strimla.
brúna jukkið er þörungur, skoðaðu límaða þráðinn um þörunga í aðstoð hérna á spjallinu (kann ekki að setja link)