Helsti kosturinn við nano búrin er að mínu mati hve meðfærileg þau eru, það er ekki heilsdags prosess að flytja svona lítið búr.
Þetta er að vísu á langtímaplaninu hjá mér því ég er að læra vél og orkutæknifræði við HR og allur minn tími fer í það,
ég get því ekki sett upp búrið fyrr en ég er búinn með skólann.

Það er því næææægur tími til að hanna búrið og kerfið í kringum það...
Ég hafði hugsað mér að henda inn hugmyndum um búrið hingað inn og sjá hvað ykkur fynnst um hinar og þessar pælingar varðandi búrið,
og endilega ef þið lumið á einhverjum sniðugum hugmyndum þá eru þær vel þáðar.

Hmm. þessi mynd varð eitthvað í minni kantinum hjá mér.
pósta inn betri mynd fljótlega.
Hugmyndin er að gera 50x50x50 nano búr með viðar ramma og nátturu flísum
viðurinn verður annað hvort dökkur maghony eða rauð eik og flísarnar verða steingráar.
Lýsingin verður að öllum líkindum t5 perur.
Í sumpnum verður ull, skimmer, algea motta og LR.
Mig langar að geta notað return sjóinn til þess að skapa stauminn í búrið og eru allir 4 stútarnir return frá sumpnum,
ég vill líka hafa þá á hreifingu til að mynda breitilegan straum.
Það sem ég er svo að hugsa um að setja ofan í þetta eru sps, lps gorgoniur og soft kórallar (sveppir, riccordiur ofl.)
trúða par, lawnmower blenny, wrassa, og Roal gramma.
Hvað fynnst ykkur um planið so far?
