ég er búinn að vera að leyta soldið hérna á spjallinu eftir svari við minni spurningu en ákvað að skella henni bara hérna inn...
2 af fiskunum mínum eru komnir með svona "svartan blett/i" á kviðinn, sjá á myndinni
Er þetta eðlilegt eða haldiði að það sé eitthvað að ? búinn að lesa einhvernstaðar að svona blettir væru "eðlilegir" en hvað segið þið ?
Fiskarnir eru voða frískir og fínir, ekkert að sjá á þeim... eru í 400 lítra búri með 26°, líður aldrei lengur en 2 vikur á milli stórra vatnsskipta hjá mér.