Góðan daginn, er nýr hérna og nýr í þessu(ekki verið með fiska síðan 1996). Var að fá mér notað búr, 54l eheim með 50w hitara og dælu. Skellti þessu upp í gær og stillti hitarann á 26° og ætlaði að láta þetta rúlla í nokkra daga án fiska. Þegar ég vaknaði í morgun var hitinn í búrinu 30°.
Ég las að 50w hitari værir fyrir búr upp að 100l. Ég prófaði semsagt að lækka hitarann núna niður í 23°. Ég hélt að þetta væri svona einfalt að stilla bara á 26 og þá væri hitinn 26.
Er hitarinn bilaður eða er ég að misskilja þetta eitthvað?