Ég var að fjárfesta í 30 lítra búri sem ég ætla að hafa í eldhúsinu hjá mér.
1. Það sem mig langar að vita hvernig rækjur þið ráðleggið mér að kaupa og hvar ég fæ þær á skikkanlegu verði ?
2 Er venjan að hafa gróður í svona búrum eða bara venjulega möl / sand í botninn ?
Vantar ráðgjöf frá ykkur reynsluboltunum varðandi rækjubúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Ég vill nú ekki kalla mig reynslubolta í rækjuhaldi , en ég er með nokkur rækjubúr í gangi. Ég nota mikið javamosa. Festi hann á rót og læt hann vaxa. Svo er hægt að klippa hann til. Ég mæli hiklaust að þú hafir gróður með rækjunum , og alment er mælt með því á flestum rækjusíðum. Svo er gott að nota sand eða mjög fína möl í botninn.
Spurning með tegundir af rækjum, þá mæli ég með harðgerðri tegund til að byrja með eins og td. red cherry. Þó eru fleirri tegundir til sem er tilvaldar byrjunarrækjur. Ég mæli með að þú skoðir þessa síðu http://www.planetinverts.com. Ég hef heyrt að það sé best að hafa bara eina tegund per búr, því ein tegund getur "dominerað" aðra , þannig að hún fjölgi sér síður. Ég veit þó ekki hvort þetta er endilega alltaf þannig. læt fylgja myndir af 20L red cherry búrinu mínu.
Spurning með tegundir af rækjum, þá mæli ég með harðgerðri tegund til að byrja með eins og td. red cherry. Þó eru fleirri tegundir til sem er tilvaldar byrjunarrækjur. Ég mæli með að þú skoðir þessa síðu http://www.planetinverts.com. Ég hef heyrt að það sé best að hafa bara eina tegund per búr, því ein tegund getur "dominerað" aðra , þannig að hún fjölgi sér síður. Ég veit þó ekki hvort þetta er endilega alltaf þannig. læt fylgja myndir af 20L red cherry búrinu mínu.
ég er með bumble bee, crystal red rækjur og amano rækjur saman, virðist ekki vera neitt vandamál þó að amano séu nokkuð stærri, en chrystal red og bumble bee geta fjölgað sér saman (ungviðið verður annaðhvort svart eða rautt). það er flókið að fá amano til að fjölga sér þar sem ungviðið þarf saltvatn á ákveðnum þroskatíma (til spaugileg saga af mér með plastfötu um miðjan vetur í sjó upp að hné úti við Gróttu ). Mér finnst skrítið að hugsa mér rækjubúr án gróðurs, það lifir vel saman, rækjurnar halda niðri þörungi og mikill flötur á gróðrinum hafa nægilegt magn af þörungi til að fóðra rækjurnar að fullu og fullt af felustöðum fyrir hrognafullar og rækjur sem eru í hamskiptum. Ég gef ekki rækjunum nema einstaka sinnum 2-3 botntöflur.