Er að dunda mér að smíða þetta. Kíttaði búrin í gær. Mála bak og botn svart í dag og svo á morgun ætla ég að setja skilrúmin upp. Búrunum verður skipt í 3x 40 lítra helminga. Sameiginlegt filterkerfi (öll búrin eru boruð) og UV ljós til að forðast smit á milli búra. Sírennsli til að sleppa við vatnsskipti.
combicolor (minnir mig að hún heitir). Þetta er lakk sem er til í mörgum litum í húsasmiðjunni. Er venjulega notað á járn. Kiddi í dýragarðinum benti mér á að nota það.
Þetta lookar vel! Þú ert líka með sírennsli í hinum rekkanum er það ekki? hvað verður þú með mikið rennsli á þessum? Hvað eru þetta, tæpir 500 lítrar allt í allt?
Jú, ætla að vera með sírennsli í þessum líka, það er eina vitið. Lúxus að þurfa ekki að skipta um vatn
Sírennslið er reyndar ekki alveg sírennsli, í rekkanum sem ég er með heima er ég að skipta um svona 60-80 lítra á dag. Ég geri það með timer sem fer í gang í klukkutíma í senn, 4x á dag. Á meðan hann er í gangi rennur rólega í búrið, uþb 20 lítrar í hvert skipti. Með því að gera þetta svona þá eru mjög litlar sveiflur á hitastiginu.
Já, það kemur vel til greina að vera með gúbbí, amk í einhverjum af þessum búrum. Ég ætla svo að vera með nokkur ankistrupör þarna. Það ætti að henta vel að vera með gúbbí með þeim.
Ég var að hugsa um að setja 3x 3w díóður í hverja hillu sem lýsingu. Eyðir litlu rafmagni, tekur lítið pláss, þarf ekki að skipta um peru (ever) og gefur mér tækifæri til þess að föndra! Ég á líka alla parta í það nema álprófílana til að kæla þær.
Return dælan er eheim 1060 sem ég átti ofaní kassa. Hún ætti að duga eitthvað.
Þeir eiga svona rekka í öllum stærðum og gerðum. Þessi er 210cm hár 40cm djúpur og 90cm breiður. Þeir eru til breiðari, mjórri, hærri, lægri, dýpri og grynnri. Með öðrum orðum þá ætti hver sem er að geta komið svona fyrir hjá sér
Það eina sem vantar inn í þetta er dælan og lýsingin, bæði eitthvað sem ég á fyrir. Það væri líklega hægt að spara eitthvað hér og þar, en ég vildi hafa þetta akkúrat svona og þá er minna hægt að spara.