Fjölgun búra hjá mér

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Fjölgun búra hjá mér

Post by Andri Pogo »

Nú fer að líða að því að ég verði að fá mér annað búr. stefni á að fá mér annað 180l juwel, eins og það sem ég er með.
Þá ætla ég að skipta fiskunum niður í búrin og hef verið að pæla aðeins í því.

Í augnablikinu er ég með eftirtalda fiska:
1 Black Ghost Knife
1 Clown Knife
1 Senegalus
1 Walking Catfish
1 Lima Shovelnose
4 Bláhákarlar
2 Bala hákarlar
1 Rauðuggahákarl
1 Synodontis
3 Boesmani regnbogafiskar
2 stærri Regnbogafiska
2 Dverggúramar
1 Dalmatíu Skali
4 Tetrur

Fyrra búrið á að hýsa grimmari fiska en seinna búrið rólegri fiska.

Hérna ætla ég að skrifa niður mínar hugmyndir gróflega og vil endilega fá álit annara um hvort ég sé að skipta rétt niður eða ekki.

Búr 1 - Grimmari fiskar:
1 Black Ghost Knife
1 Clown Knife
1 Walking Catfish
1 Lima Shovelnose

Bæti svo e.t.v. einhverju við þetta búr sem passar, langar í fleiri 'oddball' fiska, t.d. Gar, fleiri hnífa, snakehead??

Búr 2 - Rólegri fiskar:
1 Senegalus
4 Bláhákarlar
2 Bala hákarlar
1 Rauðuggahákarl

Ég vil hafa "hákarla"/polypterus þema í þessu búri. Ætla að bæta við fleiri tegundum af polypterus en sé til hvort ég fjölgi hákörlunum. Held að þessar tvær tegundir passi ágætlega saman.



Svo veit ég ekki með þessa:
1 Synodontis
3 Boesmani regnbogafiskar
2 stærri Regnbogafiska
2 Dverggúramar
1 Dalmatíu Skali

Tetrurnar verða étnar fljótlega.
Regnbogafiskarnir, gúrarmar og skalli væru betri í rólegri búrinu en ég veit ekki hvort ég vilji hafa þá í því þó þeir séu flottir.


Endilega segið ykkar skoðanir á þessu hjá mér.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst ágætlega á þetta en á endanum þarftu stærra búr fyrir monsterin, aðalmálið er að raða þessu saman til að byrja með eftir stærðum og skapferli. Passa að enginn geti étið annan.
Ég er eimitt búinn að vera að glíma við það og hef dreyft fiskunum á nokkur búr eftir stærð, aðallega kjaftstærð. :? Þá hafa minni fiskarnir verið sér í búri og svo færi ég og flyt smátt og smátt saman.

Skóflunefur og clown-knive eru sennilega hættulegast, báður með stóran kjaft og getur td. skóflunefur hæglega étið fisk sem er nánast jafnstór og hann sjálfur.
Black-ghost er þannig séð friðsamur og getur hæglega verið með hverju sem er þannig hann getur verið í hinu búrinu til að byrja með þó hugsanlega hverfi eitt seiði eða smáfiskur.

Mundu svo að því stærra sem búrið er því meiri líkur eru á að sambúð gangi.
Post Reply