Hungry like the wolf...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Hungry like the wolf...

Post by Piranhinn »

Ég er búinn að komast að því að Clown knife
fiskurinn sem að ég keypti mér í fiskabúr.is
er algjörlega óseðjandi matargat! :shock:
Það voru tveir sverðdragar í gærdag og fækkaði
þein um einn í morgun þegar að Clowninn
gerði sér lítið fyrir og ryksugaði hann uppí sig eftir
eina af sínum reglulegu dagsmáltíðum sem eru farnar
að vera fleiri, þar sem að það virðist vera að þessi gaur
fái bara ekki nóg :D
En það er allavega plús að hann og convict sem er með
honum í búri eru svakalega góðir saman... allavega enn sem komið er :roll: Trúðurinn hefur það semsagt rúmlega fínt og dafnar vel... set
samanburðarmyndir fljótlega með stærðarmun og þess háttar.
Væri líka gaman að sjá og heyra hvernig þinn er að taka sig Andri ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andra clown hlýtur að hafa vinninginn miðað við magnið af rækju, nauta- og lambakjöti, ánamöækum og blóðormum. Maður veit þó aldrei ef hinn er bara alin á gæðafóðri eins og sverðdrögurum og platy.
....spurning um að bera frekar saman fæðiskostnaðin en stærðina. :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe ætli lifandi fóðrið hjá honum hafi ekki verið dýrari :-)

hef ekki tekið neina góða mynd af honum nýlega en hérna er hann í byrjun maí:
Image

og svo í byrjun júní:
Image
Image

veit ekki hvað hann hefur stækkað mikið nákvæmlega en þónokkuð. Hann er samt orðinn mun breiðari og hærri
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

eina myndin sem að ég á til samanburðar er sú sem ég
setti inn fyrir stuttu, svo ég ætla að láta líða smá tíma þar
til að ég set inn næstum en ég er strax farinn að sjá smá mun
á holdarfari. :)
Andri, þinn gaur er klárlega búinn að lengjast líka og
gott ef ekki búnar að skýrast aðeins doppurnar á honum...
Gaman að fylgjast með þessu. Og já... það er sko ekkert
rusl sett ofan í fiskana mína 8)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sorglegt að minn clown-knive hafi gefið upp öndina, ég hefði getað verið með keppninni. Reyndar var hann aðeins stærri en þar sem ég moka ekki jafnmiklu fæði í mín búr hefðu ykkar sennilega náð mínum fljótlega.
Sá kappi var alltaf eitthvað hálfskrýtinn, frekar rólegur og svo tók hann upp á að verða eittvað slappur, ég kenndi um frekar stórum humri sem var hakkaður í spað í búrinu og datt í hug að hluti af skelinni hafi farið ofan í knífinn þar sem nánast ekkert var eftir af humrinum. Hann jafnaði sig þó og virtist alsæll þar til einhver baraátta varð í búrinu og kappinn missti annað augað í einhvern af hinum vörgunum, eftir náði hann sér ekki og gaf upp öndina.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já það er helvíti sorglegt. alltaf gaman af smá pissukeppni :lol:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja komdu með nýjar myndir af hnífinum :wink:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

sir, yes sir, henda inn myndum :D búið og gert.
Ég er nú bara nývaknaður eftir ferðina
frá hróarskeldu, gefa manni smá séns ;)
Post Reply