smá pæling

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

smá pæling

Post by Nielsen »

ég er með 60l. búr og er mikið búinn að spá og spekulera með fiska í það og held ég sé kominn að niðurstöðu

2 x Starlight Bristlenose Pleco L183 (Ancistrus dolichopterus L183)
2 x Kribensis (Pelvicachromis pulcher)
3 x Molly (Poecilia sphenops)
5 x Cardinal Tetra (Paracheirodon axelrodi)

hvað finnst fólki um þetta, er eitthvað vit í þessu eða er þetta setup sem gengur ekki?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Kribbar eru frekar grimmar dvergsíklíður og mæli ekki með þeim í 60 L af eigin reynslu, hvað þá með öðrum fiskum eða þá þegar þau eru með seiði.. Gæti kannski verið með 1 par af kribbum í 60 L en mér finnst það persónulega of lítið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Par af kribbum með seiði í 60L (með öðrum fiskum) þýðir bara stríð og
kribbarnir myndu vinna :-)

1-2 kribba kerling t.d væri í lagi.
Ætti að vera friðsamt á milli þeirra
ef það er enginn karlkribbi. Þær verða líka ekkert svo stórar.
Nokkrar neon, 5-10stk.
1 molly kk og 3 kvk.
1 stk ancistra.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

hvað gæti gengið með kribbapari?
var með par í gamla daga í 96l. með töluvert af öðrum fiskum m.a. convict pari með seiði, þessi pör skiptu búrinu á milli sín
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sko, ég var með kribba par í 60L búri og með þeim voru 3x molly karlar,
þrír hvítfjalla barbar, tveir zebra danío og einn gubby.
Þegar það komu seiði, þá drap parið tvo molly karla, 1 barba og gubbyinn.
á c.a tveim til þrem tímum.
Og molly karlarnir voru ekkert litlir...

Neon tetrurnar myndu líklegast sleppa, zebra og leopard danio
og kannski einhverjir barbar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ég var með kribbapar í 60 L, og mér fannst hreinlega bara þröngt um það, enda kk í stærri kantinum finnst mér.. og þeir drápu alla aðra fiska sem voru í því, sérstaklega á seiðatíma, gúbbí og neon.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply