Mér leikur svolítil forvitni á að vita hver reinsla manna (og kvenna) er af muninum á t5 og t8 perum
þannig er að ég er að gera upp 120L fiskabúr og er að vandræðast með hvernig lýsingu ég ættla að setja í það
ég er búinn að leita víða uplisýnga en hef hvergi getað fengið greinagóð svör um munin á t5 og t8 perum það sem flestir eru sammála um sem ég hef rætt við er að t5 perurnar séu bjartari en lifi skemur t8 perurnar lifi kanski lengur en það kosti meira að reka hvern sentimeter af t8 perum en t5 svo segja aðrir að t5 sé málið því að þær haldi ljásmagninu betur og séu jafn bjartar frá því að þú setur þær í og þangað til þær slokkna!
svo hef ég heyrt að maður eigi ekkert að hugsa um t5 lýsingu því að það sé miklumeira úrval af t8 perum til og miklu auðveldara að fá alla íhluti í svoleiðis ljós!!!
ég hef ekki mikla reynslu af t8 en ég hef verið að setja saman ljós úr t5 og hef ekki verið vandræðum með perur, hef heyrt að t5 sé með sterkari lýsingu og eyði minna rafmagni, mér finnst mesti kosturinn vera stærðin en þær eru mun mjórri en t8 og passa þar að leiðandi inní plexirör en ég hef verið að útbúa mín ljós þannig.
T5 endast mun lengur. Það er talað um að T8 þurfi að skipta um á 6-10 mánaða fresti til að halda litrófinu, en T5 á 12-18 mánaða fresti.
T5 eru líka mun bjartari per watt (eyða minna rafmagni) og vegna þess að þær eru mjórri þá nýtist ljósið betur (meira af því skilar sér í búrið).
Það mælir í raun allt með því að fá sér T5 frekar en T8 nema hugsanlega kostnaðurinn.
Í svona lítið búr mundi ég bara taka það einfaldasta og ódýrasta sem er í boði. Tvær 60 cm T8 væri td alveg fínasta lýsing en ef T5 er í boði á góðu verði þá er ekkert sem mælir gegn því nema hvað að of mikil lýsing í svona lítið búr getur kallað á þörungavandamál.
Last edited by Vargur on 16 Mar 2010, 10:35, edited 1 time in total.
Ef þú ert ekki að fara að vera með neinar plöntur, þá skiptir svosem litlu máli hvort þú fáir þér t5 eða t8, meiri líkur á þörungum með t5 eins og vargurinn bendir á. En annars er t5 betri lýsing á öllum sviðum en t8
ég er kanski ekkert sérstaklega að velta kostnaðinum við startið fyrir mér heldur frekar að hugsa um búrið í heild sinni og hvernig verður að sinna því og eitthvern gróðr ættla ég að hafa í því þar sem ég verð væntanlega með cory, ancistur og tetrur sem uppistöðuna í búrinu þá verður það frekar tómlegt ef enginn gróður er í því
en ef það er nóg að vera með 2 18w t8 perur í því er ég ekkert að setja upp t5 lýsingu því það er hægt að fá ágætis gróðurperur í t8 lýsingu og ég á allt sem tilþarf í að setja upp svoleiðis lýsingu
ég er með T5 í mínu 720L og er alltaf með þær í 30-40% styrk því lýsingin er alveg yfirdrifin... þannig að ef þú þarft ekkert sérstaklega mikið ljós er ekkert að því að fá T8