
tveir af sniglunum mínum hafa verið á fullu síðustu daga og í gærkvöldi þegar ég opnaði lokið á búrinu voru þeir þar að koma eggjum fyrir.
Þeim hefur eitthvað brugðið því þeir misstu einn skammt af eggjum niður í fiskabúrið, ég reyndi að veiða það upp og klessa þeim fyrir ofan vatnsyfirborðið en þau festust ekki við og duttu aftur niður.
Í morgun var annar skammtur af eggjum ofaná bitanum sem liggur fyrir miðju búrsins.
Eggin hafa líklegast átt að vera undir lokinu en dottið niður á bitann.
Eiga eggin bara að fá að vera þar í friði og klekjast þau út þar?
Hversu langan tíma tekur þetta ferli?