Smellti af mynd fyrir ykkur.
Búrið á eftir að taka talsverðum breytingum næstu mánuði og ár.
Hef fengið minn skerf af áföllum en nú er góð spretta í sps kóröllum og framtíðin björt.
Bæti svo við þráðinn smátt og smátt en það gæti hæglega liðið langur tími á milli.
Last edited by DNA on 03 Apr 2010, 21:56, edited 1 time in total.
Það gekk ferlega vel fyrstu árin en svo fékk ég agnarsmáan leka sem þurfti að gera við innan frá, tæmdi búrið og missti þrjá sæfífla við bröltið. Við tók mjög langur tími þar sem búrið var í gíslingu af flatormaplágu og bannað var að flytja inn lyfið við því í mörg ár. Ekkert óx og sumt hnignaði en hélt þó lífi.
Svo fann ég lausn við því fyrir tilviljun og losaði mig við flatormana á einu bretti en þrátt fyrir að hafa staðið mjög svo fagmannlega að því var eitrunin af dauðum flatormum það mikil að margt lifði það ekki af. Missti þar megnið að SPS kóröllunum og nokkra fiska.
Síðasti sæfífillinn fór á langt flakk í fyrra og var alltaf í baráttu við kóralla og sífellt að flytja sig og drepa nágrannana í leiðinni. Hann endaði svo í dælunum og það var lítil efirsjá þar sem hann hafði valdið verulegum usla.
Ég á samt gott úrval af kóröllum en vantar aðeins af SPS en þannig búr er næst á dagskránni þar sem vatnsgæðin eru kominn í lag að nýju loksins.
EiríkurArnar wrote:hvernig eru flatormar og hvernig losaðirðu þig við þá ?
það er slatti af einhverjum leiðinlegum ormum hjá mér sem fara í taugarnar á mér.
Eftir að hafa haft þetta vandmál fáránlega lengi vissi ég hitt og þetta um það og þar á meðal hvaða virka efni er í þessu lyfi. Ég las fyrir forvitnissakir innihaldslýsingu á öðru óskyldu lyfi notað í öðrum tilgangi og sá þar að svipað efni var verið að nota. Fór svo í rannsóknarvinnu á netinu fékk smá af lyfinu prófaði það í tilraunaglasi með nokkrum ormum, fann út skammtastærðir og framdi svo snilldargjörning á búrinu.
Hef haft Mandarinpar í nokkra mánuði og ekki er annað að sjá en nóg sé að éta fyrir þá báða. Hér er kallinn en þeir þekkjast á þessum langa sprota á bakugganum.
Sorry
Að ég sé að vekja upp gamlan þráð enn gat ekki staðist því þetta er svo flott búr enn ef það er enn þá í gangi nenniru þá að koma með fleiri myndir?
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn