Loðið

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Loðið

Post by atlios »

Hæ, ég náði mér í spýtu niðrí fjöru um daginn. Lét hana liggja í öðru vatni og skrúbbaði hana áður en ég setti hana í búrið. Nú er hún orðin öll loðin. En ég var að spá hvort það væri eðlilegt?

Er byrjandi með nokkra danna og nokkrar ræmur af rotala macrandra í 54 lítrum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já. það er eðlilegt en ekki æskilegt. Þetta hvíta er sveppur, það borgar sig ekki að setja svona lagað í fiskabúr fyrr en fungusinn er hættur að myndast og fylgjast svo vel með nitrati osf.
atlios
Posts: 27
Joined: 03 Mar 2010, 23:02

Post by atlios »

Takk kærlega, kippi þessu úr í snarhasti! En gæti þessi sveppur hafi smitast í fiskana, plöntuna eða dæluna?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Svona spýtur úr náttúrunni er alls ekki sniðugt að láta í fiskabúr, þetta rotnar bara og mengar búrið, mundimæla með góðum vatnsskiptum. Finnst frekar ólíklegt að þetta angri fiskana þína eitthvað ef þú nærð að skipta vel út af vatni.
Post Reply