Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
olith
Posts: 74 Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110
Post
by olith » 07 Apr 2010, 20:08
er með gamalt búr sem er tómt, ekkert í því, hvorki vatn, sandur né annað.
Það er frekar skítugt og sóðalegt, hvernig er best fyrir mig að þrífa glerið að innan sem utan ? þeas hvaða efni má ég nota etc
stebbi
Posts: 462 Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt
Post
by stebbi » 07 Apr 2010, 20:12
oft er nóg að nota bara vatn og svamp
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 07 Apr 2010, 20:18
Vatn og stálull virkar hjá mér.
olith
Posts: 74 Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110
Post
by olith » 07 Apr 2010, 20:32
rispa ég það ekkert með stálull ?
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 07 Apr 2010, 20:44
Ég færi nú varla að mæla með stállull ef hún rispaði glerið.
olith
Posts: 74 Joined: 07 Jan 2010, 10:17
Location: 110
Post
by olith » 07 Apr 2010, 22:14
Vargur wrote: Ég færi nú varla að mæla með stállull ef hún rispaði glerið.
hahahaha sennilega ekki
gudrungd
Posts: 1301 Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk
Post
by gudrungd » 08 Apr 2010, 00:30
ég hef mikið notað hvítann scotsbrite svamp, fæst í Rekstrarvörum og er sérstaklega fyrir viðkvæm yfirborð. þegar segulhreinsirinn er hættur að virka á þörunginn þá nota ég hann. ég hef líka notað klór til að sótthreinsa, ef búrið, steinar og dælur er skítug geta verið einhverjar gamlar bakteríur og þörungaleyfar sem er gott að losa sig við, svo er bara að skola MJÖG vel á eftir. Klórinn skilur ekki eftir neinar leyfar eins og sápa gerir sem er algjört eitur í fiskabúr. (þú vissir þetta pottþétt, ég er bara að sýna hvað ég er klár!)
atlios
Posts: 27 Joined: 03 Mar 2010, 23:02
Post
by atlios » 16 Apr 2010, 13:41
Er í lagi að nota stálull á plastbúr? Ef ekki hvað væri þá hentugt?
Byrjandi með 54l
Andri Pogo
Posts: 5003 Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:
Post
by Andri Pogo » 16 Apr 2010, 14:18
nei ekki á plastbúr, þau rispast ansi auðveldlega. Líklega best að nota svamp eða mjúkan uppþvottabursta.
-Andri
695-4495
atlios
Posts: 27 Joined: 03 Mar 2010, 23:02
Post
by atlios » 16 Apr 2010, 15:20
Já ok takk, er einmitt með þennan fína uppþvottabusta
Byrjandi með 54l