
Ég er glænýr í þessu yndislega áhugamáli ég hef verið að sörfa www.monsterfishkeepers.com forumið sem og þetta í leit að fróðleik og er búinn að sanka að mér slatta. En eins og með önnur áhugamál þá hafa allir sína eigin leið til að framkvæma hlutina. Ég er rafvirki að mennt og þar ríkja líka svona trúarmál, sumir nota einungis makita aðrir nota dewalt þó þetta séu bæði helvíti fínir framleiðendur.
Ég vill vekja upp málefnalega umræðu um kosti & galla ýmsra hluta og spyrja nokkura spurninga í leiðinni.
#1 : Hversu stór þarf sumpurinn að vera fyrir segjum 1600 lítra búr. Er lítramagn sumps einhver prósentutala af lítramagni búrs? Get ég losnað við sump með því að hafa stanslaust en lítið flæði í gegn um búrið eða er það bara vitleysa í mér?
#2 : Mál á búri: Hvernig hljómar 2500mm x 800mm x 800mm (1600l fyrir 4 chönnur. Ég get alveg búist við að þær verði eitthvað árasargjarnari seinna meir og éti hvor aðra). Hver er hámarkshæð á svona búri án þess að nota einhverskonar málmgrind utan um búrið, er 80cm fín tala? Er 19mm gler nógu þykkt fyrir svona monsterfiska? http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium Gefur mér upp 19mm þykkt miðað við 3,5 öryggisstuðul.
#3 : Hvaða hreinsunaraðferð hljóðmengar minnst, ég nenni ekki að vera að hlusta á eitthvað stanslaust vatnshljóð. Sumpur / tunnudæla.. eru einhverjar aðrar skemmtilegar leiðir?
#4 : Er góð hugmynd að bora í botninn á búrinu fyrir yfirfall eða væri sniðugra að bora í hliðarnar, í sumum búrum hef ég séð 2 yfirföll sitthvorumegin í búrinu. Er einhver ástæða fyrir því?
#5 : Ef þið getið ímyndað ykkur að þið séuð sjálf að fara að smíða svona gígantískt búr, hvernig mynduð þið fara að með málin á því, stærð sumps, dælu... et cetera et cetera
Vonast eftir góðum móttökum
