Hvítur vöxtur á gullfiski - hugmyndir?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
iar
Posts: 2
Joined: 08 Apr 2010, 18:04

Hvítur vöxtur á gullfiski - hugmyndir?

Post by iar »

Sæl veriði.

Við erum með gullfisk sem er kominn með einhvern skrítinn hvítan hnúð á hliðinni. Einhverjar hugmyndir um hvað þetta er og hvort eitthvað sé hægt að gera? Fiskurinn virðist hegða sér eðlilega, enginn slappleiki eða þessháttar.

Hér er skásta myndin sem ég náði af þessu, vöxturinn/bólan/hnúðurinn sést ágætlega á vinstri hliðinni svona séð ofan frá..

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ekki óalgengt á gullfiskum og vanalega ekki hættulegt en komið til að vera.
User avatar
brundus
Posts: 117
Joined: 19 Jan 2010, 00:20
Location: 270 mosó

Post by brundus »

eg atti svona gullitaðan sem fekk sma hvitan blett 3 árum seinna alkvitur 4 árum seinna steindauður! held það hafi sammt voðalega litið komið hvítleikanum við
350 L.
96 L. til sölu
25 L.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta hefur eitthvað að gera með ljós minnir mig.. Því meira ljós því meiri líkur á því að þeir haldist alveg appelsínugulir..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Er það ekki þannig með gullfiska að þegar þeir missa litinn, fá þeir hann ekki aftur?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Er þetta ekki æxli? Veit um gullfisk sem lifði í mörg ár með æxli, góðu lífi :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
iar
Posts: 2
Joined: 08 Apr 2010, 18:04

Post by iar »

Smá update á þetta.

Fiskurinn er enn sprækur sem lækur (ha.. ha.. :P ) og þetta minnkaði mikið á 1-2 dögum eftir að ég póstaði hérna og stendur ekki nærri eins langt út og það gerði fyrst. Og við höfum ekki séð neina breytingu á þessu núna í nokkra daga.

Semsagt virðist bara vera í fínu lagi.. takk fyrir svörin!! :-)
Post Reply