Hæ
ég er ný í þessu fiskahobbýi, ég átti reyndar einu sinni gullfiska í kúlu fyrir svona 6-8 árum. Langaði reyndar ekki í gullfiska núna, þannig að e´g byrjaði á því að fá mer einn bardagafisk í kúluna. En ég hef smá áhyggjur af honum, hann bara dinglar sér þarna og svo þegar ég gef honum að borða fær hann sér og svo bara gubbar hann því útúr sér strax aftur, þannig að hann er eiginlega ekkert að borða. Hvað ætti ég að gera, get fengið lánað 7,5 lítra búr eða 60 lítra búr lánað hjá kunningja mínum. Ætti ég að fá minna búrið til að byrja með og einhverja aðra fiska með honum?
Það ganga ekki margir fiskar með bardagafiskum. Einna helst að litlar tetrur gangi með honum. Og kannski minni barbar white cloud sem dæmi svo mæli ég með að hafa 1 til 2 ancistrur í 60 L búri. ammano rækjur ganga líka svo sem með honum.
Ég mæli ekki með neon/cardinal tetrum með bardagafisk, þegar ég var með þessa blöndu nörtuðu tetrurnar mikið í sporðinn á bardagafisknum og "eyðilögðu" sporðinn, hugsa að þú gætir fengið þér rólegar tetrur, en ég veit svosem voða lítið um þetta, endilega leiðréttið mig ef ég fer rangt með þetta.
Bambusrækjan wrote:Það ganga ekki margir fiskar með bardagafiskum. Einna helst að litlar tetrur gangi með honum. Og kannski minni barbar white cloud sem dæmi svo mæli ég með að hafa 1 til 2 ancistrur í 60 L búri. ammano rækjur ganga líka svo sem með honum.
Svakalega misjafnt eftir skapgerð hver og eins fisks. Er með minn ásamt kossagúrömu, börbum, molly og dvergsiklíðu og hann lætur alla vera. Eina sem gengur ekki með honum eru augljóslega kvenkynið.
Myndi ekki henda gúbbí eða gullfiskum eða öðrum bardagafiskum. Aðrir fiskar sem passa í búrið væru safe. Mæli með gullbörbunum. Gaman af þeim í hóp. Svo kannski tveimur ancistrum líka.