Fiska þunglyndi?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiska þunglyndi?
Nei nei segi svona en það mætti halda það miðað við hegðun. Kossagúramarnir eru bara að chilla og líka bardagafiskurinn minn. Byrjaði að taka eftir þessu í gær en venjulegast eru þessir fiskar að atast í hvorum öðrum, þ.e.a.s. kossafiskarnir.
Þegar matartími er koma allir upp eins og venjulega og sýna venjulega hegðun og ég hef ekki áhyggjur af vatninu þar sem ég skipti samviskusamlega um það og hef fína dælu og loftdælu í þessu búri mínu.
Eitt sem ég var að pæla var búrstærðin. Þetta eru 54l og ég var að velta því fyrir mér hvort að kominn væri sá tími að gúramarnir eru orðnir of stórir fyrir búrið?
Svo einn önnur pæling. Þegar fiskar eru með sníkjudýr hvernig lýsist nuddið sér. Eru þeir bara stanslaust að nudda sér eða kemur það bara fyrir af og til? Ástæðan fyrir að ég spyr er að gullbarbarnir eru með kæki að þeir taka svona sundsveig úr kyrrstöðu og venjulegast að þá fara þeir utan í eitthvað.
Þegar matartími er koma allir upp eins og venjulega og sýna venjulega hegðun og ég hef ekki áhyggjur af vatninu þar sem ég skipti samviskusamlega um það og hef fína dælu og loftdælu í þessu búri mínu.
Eitt sem ég var að pæla var búrstærðin. Þetta eru 54l og ég var að velta því fyrir mér hvort að kominn væri sá tími að gúramarnir eru orðnir of stórir fyrir búrið?
Svo einn önnur pæling. Þegar fiskar eru með sníkjudýr hvernig lýsist nuddið sér. Eru þeir bara stanslaust að nudda sér eða kemur það bara fyrir af og til? Ástæðan fyrir að ég spyr er að gullbarbarnir eru með kæki að þeir taka svona sundsveig úr kyrrstöðu og venjulegast að þá fara þeir utan í eitthvað.
Samviskusamlega kalla ég 50% vikulega.
Búrið er vel cyclað enda búið að standa í meira en ár.
Ég er hins vegar ekki búinn að mæla það en það hlýtur hreinlega eitthvað að vera í ólagi. Það sem gerir mig samt óvissan með það er að fiskarnir sem þola illa verr skilyrði eru sprækir en þeir hörðu eru rólegir.
Búrið er vel cyclað enda búið að standa í meira en ár.
Ég er hins vegar ekki búinn að mæla það en það hlýtur hreinlega eitthvað að vera í ólagi. Það sem gerir mig samt óvissan með það er að fiskarnir sem þola illa verr skilyrði eru sprækir en þeir hörðu eru rólegir.
Eru kossagúramarnir orðnir of stórir fyrir búrið mitt eða er þetta eitthvað í vatninu. Þeir hreyfa sig voða lítið nema eftir að ljósið er kveikt. Svo fara þeir bara niður í plönturnar og mölina og "sitja".
Það eru bara þeir þrír sem eru óvenjulegir, hinir fiskarnir eru fínir og sprækir.
Hvað er þetta líklegast?
Það eru bara þeir þrír sem eru óvenjulegir, hinir fiskarnir eru fínir og sprækir.
Hvað er þetta líklegast?
Já ég er einmitt búinn að því. Hinsvegar held ég að ég sé búinn að finna ástæðuna fyrir því að þeir synda ekki. Augun í þeim eru ekki lengur skýr heldur frekar móðukennd. Held hreinlega að þeir sjá ekki mjög vel. Einn þeirra syndir frekar en hinir tveir en hann lætur sig nokkurn vegin berast með straumnum því hann sér ekkert hvert hann fer.
Hann er að gera heiðarlega tilraun til að borða en þetta er allt frekar sad.
Hann er að gera heiðarlega tilraun til að borða en þetta er allt frekar sad.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Kossagúramar verða of stórir fyrir þetta búr, hvað eru þeir stórir núna? Ætli þeim líði ekki bara illa í svona litlu búri , talað um að þeir þurfi 400L búr og þeir verða 30cm þannig að þeir eiga alls ekki að vera í svona litlu búri
http://www.aquahobby.com/gallery/e_kissing.php getur séð hérna hvað þeir verða stórir og búrstæðirna sem þeir þurfa að vera í.
http://www.aquahobby.com/gallery/e_kissing.php getur séð hérna hvað þeir verða stórir og búrstæðirna sem þeir þurfa að vera í.
200L Green terror búr
Alveg rétt hjá þér. Þarf einmitt að selja þá því miður en ég ætla ekki að auglýsa þá til sölu nema vita að allt sé ekki alveg í lagi með þá.
Var með stærra búr til að uppfæra þá í en áætlanir hafa breyst og það er ekki lengur hér.
Þeir eru nú langt frá 30 cm en þeir hafa nú stækka frá því ég fékk mér þá.
Nokkuð viss um að þetta eru tvær kvk og einn karl þannig að ef einhver hefur áhuga að þá eru þeir falnir.
Var með stærra búr til að uppfæra þá í en áætlanir hafa breyst og það er ekki lengur hér.
Þeir eru nú langt frá 30 cm en þeir hafa nú stækka frá því ég fékk mér þá.
Nokkuð viss um að þetta eru tvær kvk og einn karl þannig að ef einhver hefur áhuga að þá eru þeir falnir.
Gæti þetta verið gourami disease?
Tveir kossafiskar dauðir en sá sem eftir lifir lítur betur út en þeir sem dóu. Kannski að saltið og hitinn náði að virka á hann í tæka tíð.
Einu fiskarnir sem hafa orðið veikir eru labýrintufiskar (gúramar). Ef um léleg vatnskilyrði væri að ræða að þá væri pöndurnar og kakatúinn þeir fyrstu til að fara. Þetta hafði hinsvegar bara áhrif á gúrama og einkennin litu sníkjudýrslega út.
Tveir kossafiskar dauðir en sá sem eftir lifir lítur betur út en þeir sem dóu. Kannski að saltið og hitinn náði að virka á hann í tæka tíð.
Einu fiskarnir sem hafa orðið veikir eru labýrintufiskar (gúramar). Ef um léleg vatnskilyrði væri að ræða að þá væri pöndurnar og kakatúinn þeir fyrstu til að fara. Þetta hafði hinsvegar bara áhrif á gúrama og einkennin litu sníkjudýrslega út.