Page 1 of 1

[Búið] Landsalamandra til sölu! [Búið]

Posted: 16 Apr 2010, 19:13
by Karen
Ég ætla að athuga hvort einhver hafi áhuga á landsalamöndru.

Þetta er Tígrissalamandra og er ca. 1 og 1/2 árs gömul, mig grunar að hún sé kvk en er ekki 100% viss.

Allt fylgir s.s. búr, tveir hellar, vatnsdallur, fóður (lifandi mjölormar), undirlag, spreybrúsi og ferðabúr.

Ég vil samt taka það fram að bara dýrið kostar 18þúsund í Fiskó!

Tilboð óskast í allt saman!

ATH! Aðeins þeir sem hafa reynslu af froskum og salamöndrum!!!

Skoða líka skipti á fiskabúri sem er stærra en 200 lítra.

Image

Image

Posted: 17 Apr 2010, 11:59
by Karen
Salamandran getur orðið allt að 30cm löng og allt að 20 ára gömul ef hugsað er vel og rétt um hana =)

Dýrið ásamt einum helli, lítilli vatnsskál, smá undirlagi og ferðabúri getur farið á 15þús.

Stórabúrið ásamt dýrinu, stórum og litlum vatnsdalli, hellum, undirlagi, spreybrúsa, fóðri, ferðabúri fer á 25þús. =)

Eða skipti á öllu á móti 200ltr eða stærra fiskabúri með öllu =)

Posted: 28 Apr 2010, 09:48
by Ragnarb94
á ekki að vera ljós hjá þessu semsag uvb og heat light? er hún heilbrigð'?

Posted: 28 Apr 2010, 09:54
by Karen
Hún er viðkvæm fyrir hita, þannig það á ekki að vera ljós, en hún er farin, gleymdi að breyta auglýsingunni.