Eheim 2028 vesen.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
thorirsavar
Posts: 126
Joined: 19 Jan 2010, 21:38
Location: Sandgerði/Reykjanesbær

Eheim 2028 vesen.

Post by thorirsavar »

Vorum að kaupa búr og með því fylgdi 2ára gömul Eheim 2028 dæla. Hún hefur virkað alveg fínt og verið mjög ánægður með hana, en fyrir 2-3dögum síðan byrjaði að ausast inn súrefni með vatninu svo að allt vatnið er bara þvílíkt súrefnisríkt.

Ég reif dæluna í sundur og þreif gúmmí hringinn sem er utanum primerinn, setti nóg af vaselin á hann og setti aftur saman, þá var mikið betra að ýta honum niður enda átti hann það til að festast niðri áður..
En samt lagaðist þetta ekki, og ég spyr hvort einhver hefur lent í svona veseni með sambærilega dælu, eða hvort þið hafið eitthvern grun um hvað þetta getur verið?

Hérna er mynd af alveg eins dælu..
Image
Mynd tekin af google.

Öll hjálp vel þegin :D
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Gerðist hjá mér með allveg eins dælu og það dugði að setja slatta af vaselin á O-hringina á stútunum sem að tengjast í dæluna.
Post Reply