Hvaða "gælu" síkliðu er fólk með einan og sér í búri svona almennt ? Sumar síkliður eru nefnilega það grimmar að þær enda/þurfa að vera einar og sér í búri.
Persónulega fannst mér alltaf þurfa uppá útlitið að hafa "aðalbúrið" inní stofu litríkt og fjölbreytt (mikil vitleysa) þ.e.a.s. margar tegundir og góða liti. En litir eru ekki allt, karakterinn er frekar málið..

Sjálfur er ég með tilapia buttikoferi stakan í 400L. Hann fylgir manni endana á milli...og er alltaf að fylgjast með okkur hér á heimilinu.
Svo er ekkert leiðinlegt að sjá myndir....