Ljósatími/þörungur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Ljósatími/þörungur

Post by Vargur »

Að undanförnu hef ég stytt talsvert ljósatíman í búrunum hjá mér þar sem það er svo bjart á daginn og yfirleitt dregið frá í stofunni hjá mér. Í nýju 400 l. búrunum tveimum er kveikt á ljósunum frá um 20-21 á kvöldin og logar í 5-6 tíma. Seinnipart dags nær sólin oft að skína á hluta af öðru búrinu en það er alveg við glugga. Merkilegt þykir mér að nánast enginn þörungur kemur í búrið. Í búrunum er einhver gróður, aðalega risa Valisneria og dafnar hún vel, er græn og falleg og breiðir úr sér.
Þakka ég gott ástand í búrinu styttri ljósatíma og hóflegri fóðrun.

Image
Búrið við gluggan.

Einnig er í stofunni 240 l búr, á það búr skín ekki dagsbirta. Vanalega loguðu ljósin þar í um 10 klst. Gróðurinn þar dafnar vel og vex ótrúlega og skítur rótarskotum um allt búr, smávægilegur þörungur kom á framgler og fer aðeins í taugarnar á mér.
Ég stytti ljósatíman þar niður í 7 klst. og ástandið er allt annað, engin þörungur kemur á framglerið en plönturnar líta engu að síður vel út þó vöxturinn hafi minnkað og nánast ekkert sé um rótarskot.

Image
240 l búrið.

Í eldhúsinu er 110 l gróðurbúr og það er á bjartasta stað í húsinu, ljósin þar loga í 12 klst , frá hádegi til miðnættis, þarátt fyrir mikla lýsingu og dagsbirtu er enginn óæskilegur þörungur í búrinu og þakka ég það plöntunum, góðu jafnvægi og hóflegri fóðurgjöf.

Image
Gróðurbúrið.

Gaman væri að heyra frá mannskapnum hvernig ljósatíma osf. er háttað og hvort einhver vandamál varðandi þörung séu til staðar.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

í 500 lítra "gróðurbúrinu" hjá mér er ég með kveikt í 9 tíma og gróðurinn vex og fjölgar sé hratt
Í hinum er kveikt í x marga tíma, spái lítið í því
Aldrei neinn þörungur í mínum búrum
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með kveikt í svipað langan tíma hjá mér í báðum búrum.
Í vetur var ég oftast með kveikt í 6-8 tíma en hef minnkað talsvert núna og er stundum bara með kveikt í klukkutíma.
Oftast er dregið fyrir gluggana hjá mér + að ég er með eitthvað super silver sólstopp gler eða eitthvað svoleiðis.
500 ltr. búrið er algjörlega laust við þörung en 325 ltr. búrið er hundleiðinlegt.
Hugsanlega fóðra ég of mikið og svo er ljósabúnaðurinn gjörólíkur í búrunum, 1 pera liggur ofan á glerloki í þörungalausa búrinu en í þörungabúrinu eru 2 perur og speglar inni í lokinu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply