Vantar smá aðstoð vegna skala

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Lexa
Posts: 17
Joined: 07 Jan 2009, 18:14

Vantar smá aðstoð vegna skala

Post by Lexa »

var að fá skala fiska par frá mömmu minni nema hvað að þer hryggna alveg um leið og ég tók eggin frá og setti í annað búr og það komu einhver seiði.. ég setti þau yfir í gubby búrið mitt sem er fullt af java og góður möguleiki á að fela sig svona fyrst...
nema hvað að skalinn er enn og aftur búinn að hryggna í búrið sitt...
og ég kann ekkert á þetta hehe
nú eru eggin komin með hala og dansa vel á steininum...
þarf ég að taka þau úr búrinu svo þeir lifi? eða láta fiskarir þau vera og verja afkvæmin??
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það fer rosalega eftir búrfélögunum...eini fiskurinn sem böggaði parið mitt var marmaragibbinn minn og hann er ágætlega stór og virðist vera eini fiskurinn sem truflar þau í þessu. annars eru þau dugleg að verja hrognin fyrir hinum. það tók mína nokkur skipti að ná þessu án þess að éta sjálf en þau hrygna á svona 3 vikna fresti þannig að ef að þetta klikkar hjá þér þá er barað bíða.
Lexa
Posts: 17
Joined: 07 Jan 2009, 18:14

Post by Lexa »

okey nú eru þau orðin svona kviðpokaseiði held ég.. er að minsta kosti með svaka kúlumaga og sporð..., foreldrarnir eru enn í að verja þau en færðu þau um stað í búrinu.. þeir éta þá ekki afkvæmin eða? bara áhætta með búrfélagana...
fyrir utan parið er ég með 1 sverðdraga og 1 skala en þeir eru bara reknir út í horn og fá ekki að koma nálælgt einu né neinu.. ekki synda framhjá né neitt

ætli ég sé þá nokkuð örugg með þessi seiði a.m.k. svona 20-30 % af
þeim
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ef ég hefði kost á því þá myndi ég setja þau í annað búr svo að þau verði ekki étin þegar að þau verða frí syndandi
Lexa
Posts: 17
Joined: 07 Jan 2009, 18:14

Post by Lexa »

okey.. en nú á ég ekki annað búr en er með gúbbyfiskabúr með slatta af java og öðrum gróðri.. er það þá ekki betri kostur til þess að byrja með
Post Reply