Ég er með tvo Blue acara fiska í búri með öðrum ameríkönum, og í gær byrjaði annar acara'nn að hrista sig á fullu annars lagið. Svo í dag tók ég eftir því að hann er kominn með bólgna neðri vör, þrútin/bólgin.
Er þetta eitthver sýking eða kannski bara eitthvað eftir slagsmál? Allir hinir fiskarnir eru góðir ennþá allavega.
ertu með karl og kerlu eða tvo karla?
hann er líklega að reyna að fá hinn til að hrygna, amk gerði Jaguar karlinn minn þetta fyrir hrygningar þegar hann var í stuði, svo tuskaði hann kerluna til þar til hún lét eftir honum
Hinn acara hefur greinilega sýnt einhverja mótspyrnu